„Hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 17:31 Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2 Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2
Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57