Honda flutt á Krókháls 13 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. september 2020 07:00 Hlynur Björn Pálmason og Baldur Ólafsson með Crosstar á milli sín. Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a. að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar. Bílaumboðið Askja er með umboð fyrir bæði Honda og Kia sem og Mercedes-Benz sem er með höfuðstöðvar í næsta húsi á Krókhálsi 11 segir í fréttatilkynnigu frá Öskju. „Við höfum flutt söludeild nýrra bíla í rúmgott og glæsilegt húsnæði á Krókhálsi 13 og hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum Honda í nýjum húsakynnum. Í kjölfarið kemur verkstæði og þjónustu fyrir Honda bíla einnig hingað á Krókháls og þá verður allt sem snýr að Honda bifreiðum undir sama þaki. Þetta er mikil hagræðing fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda hjá bílaumboðinu Öskju. Hlynur segir að Honda sé öflugt merki sem hafi verið vinsælt á Íslandi í langan tíma. „Nú eru komnir nýir og spennandi bílar í línuna hjá Honda sem eru sérlega umhverfismildir. Hinn nýi Honda e er hreinn rafbíll og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Einnig hafa bæst í línuna Honda Jazz og Jazz Crosstar en báðar útfærslur eru Hybrid bílar. Það eru því mjög áhugaverðir tímar framundan og ég er sannfærður um að Honda merkið á eftir að styrkja sig enn frekar í sessi hér á landi á komandi misserum.“ Honda e verður forsýndur í Honda sal Öskju fyrsta laugardag á nýju ári.Vísir/Honda Afgerandi stefna í rafvæðingu bíla Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu bíla að sögn Hlyns. „Markmið Honda er að árið 2025 verði allir bílar framleiðandans fyrir Evrópumarkað rafknúnir, annað hvort 100% hreinir rafbílar eða Hybrid bílar. Í Evrópu leggur Honda fyrst og fremst áherslu á hönnun, útlit og gæði bíla,“ segir hann. Honda e var forsýndur í byrjun árs hjá Öskju og hófst forsala á þessum fyrsta rafbíl Honda á sama tíma. „Þetta er sérlega spennandi bíll sem hefur fengið mjög góða dóma bílablaðamanna og bílaunnenda um allan heim og fékk m.a. hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun. Fyrstu Honda e bílarnir verða afhentir í næstu viku og það er mikil tilhlökkun í gangi bæði hjá okkur og nýjum eigendum. Honda e er hannaður frá grunni sem rafbíll og akstursdrægi er allt að 220 km WLTP. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni en LED ljós sýnir á einfaldan hátt hleðslustöðu rafgeymisins. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á rafhlöðu á 30 mínútum. Honda e er mjög tæknivæddur og snjall bíll,“ segir Hlynur. Hann nefnir að stafrænt mælaborð í fullri breidd haldi ökumanni upplýstum auk þess sem bíllinn býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. „Það veitir honum fulla stjórn yfir fjölda snjallaðgerða og þjónustuþátta. Honda e er búinn háskerpumyndavélum sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins. Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og radar eru samþætt í einni heildstæðri hönnun. Bíllinn hefur auk þess góða veghæð eða 14,5 cm.“ Hlynur segir að Honda Jazz komi í tveimur útfærslum, annars vegar sem hinn hefðbundni hlaðbakur en nú einnig sem Crosstar sem er eins konar crossover. „Crosstar hentar vel við íslenskar aðstæður og er aðeins lengri og hærra undir hann en hinn hefðbundna Jazz. Crosstar er mjög góður fyrir öll áhugamálin á hvaða árstíma sem er. Báðar þessar útfærslur af Jazz eru með Hybrid vélum. Þær eru sparneytnar en aflmiklar og gefa bílunum prýðilega aksturseiginleika. Þeir eru báðir mjög vel búnir staðalbúnaði bæði hvað varðar tækniatriði og eins akstursöryggiskerfi. Báðar útfærslur eru með Honda töfrasætunum en hægt er að lyfta setunum á aftursætunum upp að sætisbökunum sem þýðir að mikið pláss myndast fyrir flutning á stærri hlutum. Einnig er hægt að fella sætisbök og setja niður á gólf og gera gólfið þannig alveg slétt. Báðar útfærslurnar af Jazz bjóða upp á eitt mesta innanrými í sínum flokki bíla.“ Hlynur bætir við að auk þessara nýju bíla séu Honda Civic og sportjepparnir CR-V og HR-V sem hafa verið mjög vinsælir hér á landi sem og víða um heim. „CR-V er stærsti bíll Honda og er fjórhjóladrifinn sportjeppi sem hefur verið einn vinsælasti bíll bílaframleiðandans síðan hann kom fyrst á götuna 1997. HR-V er með 18,5 cm undir lægsta punkt og bíllinn er einnig búinn Magic töfrasætum. Honda Civic hefur ávallt verið mjög vinsæll sem sportlegur, nettur fjölskyldubíll og býður upp á stórgóða aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Það kemur viðskiptavinum okkar oft á óvart hvað Civic er vel búinn bíll,“ segir hann ennfremur. Vistvænir bílar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a. að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar. Bílaumboðið Askja er með umboð fyrir bæði Honda og Kia sem og Mercedes-Benz sem er með höfuðstöðvar í næsta húsi á Krókhálsi 11 segir í fréttatilkynnigu frá Öskju. „Við höfum flutt söludeild nýrra bíla í rúmgott og glæsilegt húsnæði á Krókhálsi 13 og hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum Honda í nýjum húsakynnum. Í kjölfarið kemur verkstæði og þjónustu fyrir Honda bíla einnig hingað á Krókháls og þá verður allt sem snýr að Honda bifreiðum undir sama þaki. Þetta er mikil hagræðing fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda hjá bílaumboðinu Öskju. Hlynur segir að Honda sé öflugt merki sem hafi verið vinsælt á Íslandi í langan tíma. „Nú eru komnir nýir og spennandi bílar í línuna hjá Honda sem eru sérlega umhverfismildir. Hinn nýi Honda e er hreinn rafbíll og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Einnig hafa bæst í línuna Honda Jazz og Jazz Crosstar en báðar útfærslur eru Hybrid bílar. Það eru því mjög áhugaverðir tímar framundan og ég er sannfærður um að Honda merkið á eftir að styrkja sig enn frekar í sessi hér á landi á komandi misserum.“ Honda e verður forsýndur í Honda sal Öskju fyrsta laugardag á nýju ári.Vísir/Honda Afgerandi stefna í rafvæðingu bíla Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu bíla að sögn Hlyns. „Markmið Honda er að árið 2025 verði allir bílar framleiðandans fyrir Evrópumarkað rafknúnir, annað hvort 100% hreinir rafbílar eða Hybrid bílar. Í Evrópu leggur Honda fyrst og fremst áherslu á hönnun, útlit og gæði bíla,“ segir hann. Honda e var forsýndur í byrjun árs hjá Öskju og hófst forsala á þessum fyrsta rafbíl Honda á sama tíma. „Þetta er sérlega spennandi bíll sem hefur fengið mjög góða dóma bílablaðamanna og bílaunnenda um allan heim og fékk m.a. hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun. Fyrstu Honda e bílarnir verða afhentir í næstu viku og það er mikil tilhlökkun í gangi bæði hjá okkur og nýjum eigendum. Honda e er hannaður frá grunni sem rafbíll og akstursdrægi er allt að 220 km WLTP. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni en LED ljós sýnir á einfaldan hátt hleðslustöðu rafgeymisins. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á rafhlöðu á 30 mínútum. Honda e er mjög tæknivæddur og snjall bíll,“ segir Hlynur. Hann nefnir að stafrænt mælaborð í fullri breidd haldi ökumanni upplýstum auk þess sem bíllinn býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. „Það veitir honum fulla stjórn yfir fjölda snjallaðgerða og þjónustuþátta. Honda e er búinn háskerpumyndavélum sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins. Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og radar eru samþætt í einni heildstæðri hönnun. Bíllinn hefur auk þess góða veghæð eða 14,5 cm.“ Hlynur segir að Honda Jazz komi í tveimur útfærslum, annars vegar sem hinn hefðbundni hlaðbakur en nú einnig sem Crosstar sem er eins konar crossover. „Crosstar hentar vel við íslenskar aðstæður og er aðeins lengri og hærra undir hann en hinn hefðbundna Jazz. Crosstar er mjög góður fyrir öll áhugamálin á hvaða árstíma sem er. Báðar þessar útfærslur af Jazz eru með Hybrid vélum. Þær eru sparneytnar en aflmiklar og gefa bílunum prýðilega aksturseiginleika. Þeir eru báðir mjög vel búnir staðalbúnaði bæði hvað varðar tækniatriði og eins akstursöryggiskerfi. Báðar útfærslur eru með Honda töfrasætunum en hægt er að lyfta setunum á aftursætunum upp að sætisbökunum sem þýðir að mikið pláss myndast fyrir flutning á stærri hlutum. Einnig er hægt að fella sætisbök og setja niður á gólf og gera gólfið þannig alveg slétt. Báðar útfærslurnar af Jazz bjóða upp á eitt mesta innanrými í sínum flokki bíla.“ Hlynur bætir við að auk þessara nýju bíla séu Honda Civic og sportjepparnir CR-V og HR-V sem hafa verið mjög vinsælir hér á landi sem og víða um heim. „CR-V er stærsti bíll Honda og er fjórhjóladrifinn sportjeppi sem hefur verið einn vinsælasti bíll bílaframleiðandans síðan hann kom fyrst á götuna 1997. HR-V er með 18,5 cm undir lægsta punkt og bíllinn er einnig búinn Magic töfrasætum. Honda Civic hefur ávallt verið mjög vinsæll sem sportlegur, nettur fjölskyldubíll og býður upp á stórgóða aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Það kemur viðskiptavinum okkar oft á óvart hvað Civic er vel búinn bíll,“ segir hann ennfremur.
Vistvænir bílar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent