KSÍ fer af stað með efótbolta úrvalsdeild Aron Ólafsson skrifar 4. september 2020 20:00 KSÍ í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands hafa stofnað Úrvalsdeildina í efótbolta. Keppt verður í tölvuleiknum FIFA sem er vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Úrvalsdeildin í efótbolta hefst 9. September með tveim sjónvarpsleikjum sýndum á Stöð2 esport og twitch rás KSÍ twitch.tv/footballiceland klukkan 19:30-21:00. Helmingur allra leikja er sýndur í beinni útsendingu þar sem við fáum að kynnast keppendum og fylgjast með þeim allra bestu keppa. Deildin er skipuð leikmönnum sem enduðu í efstu sætum Íslandsmeistaramótsins sem var spilað í vor. Keppendur úrvalsdeildarinnar eru eftirfarandi: Leifur Sævarsson leikmaður LFG Tindur Örvar Örvarsson leikmaður Fylkis Aron Þormar Lárusson leikmaður Fylkis Jóhann Ólafur Jóhannsson leikmaður LFG Róbert Daði Sigurþórsson leikmaður Fylkis Bjarki Már Sigurðsson leikmaður Víkings Rvk Alexander Aron Hannesson leikmaður Keflavík Guðmundur Tómas Sigfússon leikmaður ÍBV Spilaðar verða 14 umferðir á 13 vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). 3 stig fyrir sigur. 1 stig fyrir jafntefli. 0 stig fyrir tap. eFótbolta veisla í sjónvarpinu Það verður einvalalið sem mun færa okkur nær keppninni á skjánum en þáttastjórnandi er Arnar Dan Kristjánsson og fær hann til sín í hverjum þætti einn lýsanda en lýsendur þessa tímabils eru Ómar Freyr Sævarsson, Cecilia Rán Rúnarsdóttir og Arelius Sveinn Areliusarson. Arnar Dan sagði við tækifærið að hann væri spenntur að fá að taka þátt í því að færa landsmönnum gott sjónvarp en um leið myndum við kryfja til mergjar hvað er það sem gerir þessa leikmenn svona góða. Það verður gaman að fá líka ólíka lýsendur með mér í lið og Ómar, Cecilia og Arelius eru öll svo ólík að þetta verður algjör veisla. Ég hlakka til að sýna frá heimsóknunum mínum til leikmannana þar sem ég fékk að kynnast þeim enn betur. Það er bara mjög margt til að hlakka til, efótbolti er svo skemmtileg íþrótt. Enginn áhugamaður um fótbolta ætti að láta þetta framhjá sér fara. KSÍ Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn
KSÍ í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands hafa stofnað Úrvalsdeildina í efótbolta. Keppt verður í tölvuleiknum FIFA sem er vinsælasti íþróttaleikur í heimi. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Úrvalsdeildin í efótbolta hefst 9. September með tveim sjónvarpsleikjum sýndum á Stöð2 esport og twitch rás KSÍ twitch.tv/footballiceland klukkan 19:30-21:00. Helmingur allra leikja er sýndur í beinni útsendingu þar sem við fáum að kynnast keppendum og fylgjast með þeim allra bestu keppa. Deildin er skipuð leikmönnum sem enduðu í efstu sætum Íslandsmeistaramótsins sem var spilað í vor. Keppendur úrvalsdeildarinnar eru eftirfarandi: Leifur Sævarsson leikmaður LFG Tindur Örvar Örvarsson leikmaður Fylkis Aron Þormar Lárusson leikmaður Fylkis Jóhann Ólafur Jóhannsson leikmaður LFG Róbert Daði Sigurþórsson leikmaður Fylkis Bjarki Már Sigurðsson leikmaður Víkings Rvk Alexander Aron Hannesson leikmaður Keflavík Guðmundur Tómas Sigfússon leikmaður ÍBV Spilaðar verða 14 umferðir á 13 vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar verða í FIFA20. Einnig verður opnað á skráningar í opnar deildir, eða neðri deildir, sigurvegari í opnu deildinni vinnur sér inn þátttökurétt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hver viðureign samanstendur af tveimur leikjum og samanlögð markatala ræður úrslitum. Keppt verður í FUT (FIFA Ultimate Team). 3 stig fyrir sigur. 1 stig fyrir jafntefli. 0 stig fyrir tap. eFótbolta veisla í sjónvarpinu Það verður einvalalið sem mun færa okkur nær keppninni á skjánum en þáttastjórnandi er Arnar Dan Kristjánsson og fær hann til sín í hverjum þætti einn lýsanda en lýsendur þessa tímabils eru Ómar Freyr Sævarsson, Cecilia Rán Rúnarsdóttir og Arelius Sveinn Areliusarson. Arnar Dan sagði við tækifærið að hann væri spenntur að fá að taka þátt í því að færa landsmönnum gott sjónvarp en um leið myndum við kryfja til mergjar hvað er það sem gerir þessa leikmenn svona góða. Það verður gaman að fá líka ólíka lýsendur með mér í lið og Ómar, Cecilia og Arelius eru öll svo ólík að þetta verður algjör veisla. Ég hlakka til að sýna frá heimsóknunum mínum til leikmannana þar sem ég fékk að kynnast þeim enn betur. Það er bara mjög margt til að hlakka til, efótbolti er svo skemmtileg íþrótt. Enginn áhugamaður um fótbolta ætti að láta þetta framhjá sér fara.
KSÍ Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn