Gæsaveiðin gengur vel þrátt fyrir kuldahret Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2020 10:56 Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og það er óhætt að segja að síðan þá á þessum fáu dögum sem veiðar hafi staðið yfir hafi skyttur landsins fengið allar tegundir af veðri. Það hefur gengið ágætlega hjá þeim sem Veiðivísir er í reglulegu sambandi við þrátt fyrir afleitt veður suma daga. Þeir sem voru til að mynda fyrir norðan síðustu daga og fengu á sig hríðarbyl létu það ekki á sig fá þegar það lægði inn á milli. Þá var lagst fyrir á þeim stöðum þar sem heiðagæsin kemur í kvöldflugi og sumir gerðu fína veiði þrátt fyrir alhvíta jörð. Þegar líður á tímabilið fer gæsin síðan að sækja meira niður í tún og akra en á meðan hún kemst ennþá niður í æti og heuf rnóg að éta liggur henni ekki mikið á. Kuldahretið sem gekk yfir í síðustu viku hefur ekki ýtt mikið við henni því við ræddum við einn hóp af skyttum sem voru í kvöldflugi í gær stutt frá Kárahnjúkavirkjun og þar virðist ennþá vera nóg af heiðagæs. Þeir félagar eru að taka annað kvöldflug í kvöld og ætla að senda okkur smá skeyti um árangurinn og stöðuna þar eystra. Skotveiði Mest lesið Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í 5-7 daga Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og það er óhætt að segja að síðan þá á þessum fáu dögum sem veiðar hafi staðið yfir hafi skyttur landsins fengið allar tegundir af veðri. Það hefur gengið ágætlega hjá þeim sem Veiðivísir er í reglulegu sambandi við þrátt fyrir afleitt veður suma daga. Þeir sem voru til að mynda fyrir norðan síðustu daga og fengu á sig hríðarbyl létu það ekki á sig fá þegar það lægði inn á milli. Þá var lagst fyrir á þeim stöðum þar sem heiðagæsin kemur í kvöldflugi og sumir gerðu fína veiði þrátt fyrir alhvíta jörð. Þegar líður á tímabilið fer gæsin síðan að sækja meira niður í tún og akra en á meðan hún kemst ennþá niður í æti og heuf rnóg að éta liggur henni ekki mikið á. Kuldahretið sem gekk yfir í síðustu viku hefur ekki ýtt mikið við henni því við ræddum við einn hóp af skyttum sem voru í kvöldflugi í gær stutt frá Kárahnjúkavirkjun og þar virðist ennþá vera nóg af heiðagæs. Þeir félagar eru að taka annað kvöldflug í kvöld og ætla að senda okkur smá skeyti um árangurinn og stöðuna þar eystra.
Skotveiði Mest lesið Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í 5-7 daga Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði