Breska tilraunafatamerkið Vollebak hefur framleitt sjálfbæra hettupeysu úr tröllatré (eucalyptus) en litunin á sjálfu efninu er unnin með granateplum.
Hettupeysan er hönnuð með þann eiginleika að hún brotnar niður í náttúrunni og er því jarðgeranleg (compostable) eftir að notkun hennar líkur. Hönnunartímaritið Deezen greinir frá.
„Hettupeysan er ekki frábrugðin öðrum hettupeysum að öðru leyti en að hún lítur út fyrir að vera venjuleg hettupeysa, hún er í viðkomu eins og venjuleg hettupeysa og endist eins og venjuleg hettupeysa. Eina sem greinir hana að er að hún kemur úr náttúrunni og endar í náttúrunni,“ segir Steve Tidball einn stofnenda Volleback.

Samkvæmt útreikningum Vollebak, tekur það um 12 vikur fyrir peysuna að jarðgerast ef hún er grafin beint í jarðveg en annars tekur það aðeins 8 vikur fyrir hana að brotna niður ef hún fer í moltunarferli í sorpstöð.
Steve segir að helsta vandamálið við gerð peysunnar hafi ekki verið það að gera peysuna jarðgeranlega. Aðaláskorunina segir hann hafa verið að ná að framleiða vöru sem brotnar mjög hratt niður í jörðinni án þess að skilja eftir sig nokkrar leifar og sem notar eins litla orku og mögulegt er í framleiðsluferlinu.
Peysan verður fáanlega á síðu Vollbak nú í september en fólki býðst að skrá sig strax á biðlista.