Axel Einarsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 16:24 Axel lék meðal annars með hljómsveitunum Icecross og Deildarbungubræðrum. aðsent Axel P.J. Einarsson tónlistarmaður er látinn. Hann lést að morgni 5. september á Landspítalanum. Axel spilaði meðal annars í hljómsveitunum Icecross og Deildarbungubræðrum. Hans þekktasta lag er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985 til að safna fé vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Axel fæddist 27. október árið 1947 og ólst upp fyrstu árin á Fáskrúðsfirði. Faðir hans var Einar Guðni Sigurðsson (f.11.02.1904 d.14.11.1965) kaupfélagsstjóri og hreppstjóri. Móðir Axels var Antona Gunnarstein (f.29.06.1917 d. 17.12. 1989) frá Færeyjum. Eftir að þau fluttu frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur vann hún ýmis veitingastörf, t.d. á Gildaskálanum og Hótel Esju og Einar vann hjá Eimskipafélagi Íslands til æviloka. Axel fékkst við margt gegnum ævina. Hann var húsasmiður að mennt en starfaði meðal annars sem kokkur á fiskibátnum Glófaxa VE 300. Tónlistaráhuginn kviknaði snemma og lærði hann ungur á gítar. Axel Einarsson var áberandi í tónlistarlífinu á sjöunda og áttunda áratugnum, á fyrstu rokk og bítlaárunum. Síðan starfaði hann mikið við upptökur og samdi fjölmörg lög. Axel var í fjölda hljómsveita og má þar helst nefna Tilveru, Icecross og Deildarbungubræður. Þekktasta lag Axels er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985. Axel rak hljóðver um margra ára skeið „Stúdíó Stöðin“ og gaf út mikið af tónlist, ekki síst barnaefni, meðal annars Sönglögin í leikskólanum. Síðustu árin bjó Axel í Svíþjóð og vann hann að tónlist sem hann leit á sem lífsverk sitt og mun koma út á næstunni. Blessunarlega náði hann að klára verkið með aðstoð góðra vina. Axel lætur eftir sig tvær dætur og fósturson. Elísabet Axelsdóttir, Rakel María Axelsdóttir og Heiðar Steinn Pálsson, sex barnabörn og þrjú langafabörn. Tónlist Andlát Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Axel P.J. Einarsson tónlistarmaður er látinn. Hann lést að morgni 5. september á Landspítalanum. Axel spilaði meðal annars í hljómsveitunum Icecross og Deildarbungubræðrum. Hans þekktasta lag er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985 til að safna fé vegna hungursneyðar í Eþíópíu. Axel fæddist 27. október árið 1947 og ólst upp fyrstu árin á Fáskrúðsfirði. Faðir hans var Einar Guðni Sigurðsson (f.11.02.1904 d.14.11.1965) kaupfélagsstjóri og hreppstjóri. Móðir Axels var Antona Gunnarstein (f.29.06.1917 d. 17.12. 1989) frá Færeyjum. Eftir að þau fluttu frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur vann hún ýmis veitingastörf, t.d. á Gildaskálanum og Hótel Esju og Einar vann hjá Eimskipafélagi Íslands til æviloka. Axel fékkst við margt gegnum ævina. Hann var húsasmiður að mennt en starfaði meðal annars sem kokkur á fiskibátnum Glófaxa VE 300. Tónlistaráhuginn kviknaði snemma og lærði hann ungur á gítar. Axel Einarsson var áberandi í tónlistarlífinu á sjöunda og áttunda áratugnum, á fyrstu rokk og bítlaárunum. Síðan starfaði hann mikið við upptökur og samdi fjölmörg lög. Axel var í fjölda hljómsveita og má þar helst nefna Tilveru, Icecross og Deildarbungubræður. Þekktasta lag Axels er án efa „Hjálpum þeim“ sem kom út árið 1985. Axel rak hljóðver um margra ára skeið „Stúdíó Stöðin“ og gaf út mikið af tónlist, ekki síst barnaefni, meðal annars Sönglögin í leikskólanum. Síðustu árin bjó Axel í Svíþjóð og vann hann að tónlist sem hann leit á sem lífsverk sitt og mun koma út á næstunni. Blessunarlega náði hann að klára verkið með aðstoð góðra vina. Axel lætur eftir sig tvær dætur og fósturson. Elísabet Axelsdóttir, Rakel María Axelsdóttir og Heiðar Steinn Pálsson, sex barnabörn og þrjú langafabörn.
Tónlist Andlát Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikningarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira