Búast má við norðlægri átt á landinu í dag, golu eða kalda víðast hvar. Skúrir sunnanlands, einkum við ströndina og stöku skúrir á Norðausturlandi, annars bjart með köflum. Hiti 4 til 12 stig, mildast sunnan heiða.
Þá snýst í hægari sunnanátt á morgun en norðvestan strekkingur austast fram eftir morgni. Víða léttskýjað en dálitlar skúrir suðvestantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig.
Hvessir um kvöldið og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi. Búist er við sunnankalda með rigningu á fimmtudag, einkum um landið sunnan- og vestanvert.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s við A-ströndina fram eftir degi. Bjart með köflum og hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Vaxandi sunnanátt og fer að rigna S- og V-lands um kvöldið.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt 5-13, en austan 10-18 á annesjum N-lands. Víða rigning og hiti 7 til 12 stig.
Á föstudag:
Norðaustan 10-15 og rigning. Hægari og úrkomulítið S-til á landinu, en rigning um tíma SV-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt og lítilsháttar væta N- og A-lands, en bjart með köflum á SV-landi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Austanátt og rigning, en slydda til fjalla. Hiti 3 til 10 stig, mildast við S-ströndina.
Á mánudag:
Norðaustanátt og rigning eða slydda um tíma á norðan- og austanverðu landinu.