„Enn þá eins og það sé eitthvað tabú að konur séu með yngri mönnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 13:30 Svala fer um víðan völl í samtali við Sölva Tryggvason. Svala Björgvins hefur tekið alls kyns beygjur á ferlinum, en alltaf haldið í ástríðuna fyrir að búa til tónlist. Hún þekkir ekkert annað en að eiga einn frægasta einstakling Íslands sem pabba og fékk músíkina nánast í vöggugjöf. Svala upplifði Los Angeles á tímabilunum fyrir #Metoo byltinguna og segir að það hafi orðið mikil breyting eftir hana. „Maður var svolítið eins og kjötstykki á sínum tíma. Ég var á tímabili með 30 manna teymi sem voru allt karlmenn og þó að margir þeirra séu góðir vinir mínir í dag voru sumir af þeim að haga sér eins og dólgar,“ segir Svala í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Átti að vera með hinum og þessum mönnum „Það var oft sagt við mig að ég ætti að vera með hinum og þessum mönnum af því að það væri gott fyrir ferilinn minn. Að ég ætti að fá mér stór brjóst og vera svona og hinsegin. Ég var óörugg og lét stundum undan og endaði til dæmis einu sinni á að deita einn besta vin Puff Daddy bara af því að það átti að vera svo gott fyrir ferilinn minn. Maður var bara lítill og trúði stundum alls konar hlutum. Þetta var allt mjög mikil stjórnun á ákveðnu tímabili. Ég hafði ekkert að segja um hvernig myndatökur ættu að vera og skoðanir mínar voru bara alls ekki teknar alvarlega.” Klippa: Svala á hóteli rétt við Tvíburaturnana 11. september 2001 Svala hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir að hún eignaðist nýjan kærasta, en segist sjálf frekar hissa á að fólk nenni að pæla í því hvern hún deitar. Í dag er hún í sambandi með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni sem er fæddur árið 1998 og munar 21 ári á þeim. „Mér finnst að það ætti að vera jafnrétti í þessu. Það er ekki verið að slá upp fyrirsögnun jafnmikið þegar karlmenn byrja með yngri konum. Það er ennþá eins og það sé eitthvað tabú að konur séu með yngri mönnum. Ef að fólk er fullorðið og vill hittast er það ekki bara besta mál? Ég skil ekki alveg þennan mikla áhuga á því hvern ég er að deita. Það er bara ekkert áhugavert við það. Hverjum er ekki drullusama.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Svala um tónlistarferil Svölu, sem er orðinn langur og stórmerkilegur. Þegar hún var ung var í raun búið að ákveða að gera hana að stórstjörnu og öllu var tjaldað til, en síðan gerðust atburðir fyrir utan tónlistina Sem Svala hafði lítið um að segja: „Svo lendi ég í ofboðslega leiðinlegum málum með labelið mitt. Platan mín átti að koma út 16. september 2001 og ég var í New York þegar árásirnar 11. september áttu sér stað. Ég átti að fara að túra og vera með stóra tónleika þegar það slökknar eðlilega bara á öllu. Við keyrðum inn til New York 10. september, fórum að sofa og vöknum svo daginn eftir og það vita allir hvað gerðist þá. Ég var á hóteli við Hudson-ána nokkuð nálægt Tvíburaturnunum. Borginni var lokað og við vorum föst þarna í þrjá daga. Ég var með tónleika rétt fyrir utan New York viku seinna og ég þurfti að opna tónleikana með ræðu um Ameríku og 11. september fyrir framan tíu þúsund manns. Það var magnað atriði.” Föst í þrjú ár Eftir þetta var öllu frestað og síðar varð samruni hjá plötufyrirtækjum sem endaði með því að Svala mátti ekki spila tónlist í langan tíma, eða allt þar til hún vann málaferli gegn plöturisanum „Svo gerist það að Priority sem að ég var hjá eru lentir í fjárhagslegum vandræðum og þeir bara selja útgáfuna til Capitol og þeir selja það þannig að þeir eru bara að kaupa safnið af tónlistinni, en ætla sér ekki að gefa út neina nýja tónlistarmenn. Þannig að ég er allt í einu búin að færast yfir og allir hjá Priority missa vinnuna og þeir ætluðu ekkert að gefa mig út, en áttu samt nafnið mitt og tónlistina mína. Ég var sett í skúffu bara. Við förum í málaferli sem taka þrjú ár og ég gat ekkert gefið neitt út eða notað nafnið mitt allan þann tíma. Við unnum málið og ég fékk nafnið mitt, masterana og allt það og skaðabætur og þá gat ég loks byrjað aftur að gera tónlist.” Í viðtalinu fara Svala og Sölvi yfir feril Svölu, ótrúleg augnablik á ferðalaginu og nýja kaflann í lífi hennar eftir að hún flutti heim til Íslands á nýjan leik í eftir margra ára útlegð í Bandaríkjunum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. MeToo Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Svala Björgvins hefur tekið alls kyns beygjur á ferlinum, en alltaf haldið í ástríðuna fyrir að búa til tónlist. Hún þekkir ekkert annað en að eiga einn frægasta einstakling Íslands sem pabba og fékk músíkina nánast í vöggugjöf. Svala upplifði Los Angeles á tímabilunum fyrir #Metoo byltinguna og segir að það hafi orðið mikil breyting eftir hana. „Maður var svolítið eins og kjötstykki á sínum tíma. Ég var á tímabili með 30 manna teymi sem voru allt karlmenn og þó að margir þeirra séu góðir vinir mínir í dag voru sumir af þeim að haga sér eins og dólgar,“ segir Svala í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Átti að vera með hinum og þessum mönnum „Það var oft sagt við mig að ég ætti að vera með hinum og þessum mönnum af því að það væri gott fyrir ferilinn minn. Að ég ætti að fá mér stór brjóst og vera svona og hinsegin. Ég var óörugg og lét stundum undan og endaði til dæmis einu sinni á að deita einn besta vin Puff Daddy bara af því að það átti að vera svo gott fyrir ferilinn minn. Maður var bara lítill og trúði stundum alls konar hlutum. Þetta var allt mjög mikil stjórnun á ákveðnu tímabili. Ég hafði ekkert að segja um hvernig myndatökur ættu að vera og skoðanir mínar voru bara alls ekki teknar alvarlega.” Klippa: Svala á hóteli rétt við Tvíburaturnana 11. september 2001 Svala hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir að hún eignaðist nýjan kærasta, en segist sjálf frekar hissa á að fólk nenni að pæla í því hvern hún deitar. Í dag er hún í sambandi með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni sem er fæddur árið 1998 og munar 21 ári á þeim. „Mér finnst að það ætti að vera jafnrétti í þessu. Það er ekki verið að slá upp fyrirsögnun jafnmikið þegar karlmenn byrja með yngri konum. Það er ennþá eins og það sé eitthvað tabú að konur séu með yngri mönnum. Ef að fólk er fullorðið og vill hittast er það ekki bara besta mál? Ég skil ekki alveg þennan mikla áhuga á því hvern ég er að deita. Það er bara ekkert áhugavert við það. Hverjum er ekki drullusama.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Svala um tónlistarferil Svölu, sem er orðinn langur og stórmerkilegur. Þegar hún var ung var í raun búið að ákveða að gera hana að stórstjörnu og öllu var tjaldað til, en síðan gerðust atburðir fyrir utan tónlistina Sem Svala hafði lítið um að segja: „Svo lendi ég í ofboðslega leiðinlegum málum með labelið mitt. Platan mín átti að koma út 16. september 2001 og ég var í New York þegar árásirnar 11. september áttu sér stað. Ég átti að fara að túra og vera með stóra tónleika þegar það slökknar eðlilega bara á öllu. Við keyrðum inn til New York 10. september, fórum að sofa og vöknum svo daginn eftir og það vita allir hvað gerðist þá. Ég var á hóteli við Hudson-ána nokkuð nálægt Tvíburaturnunum. Borginni var lokað og við vorum föst þarna í þrjá daga. Ég var með tónleika rétt fyrir utan New York viku seinna og ég þurfti að opna tónleikana með ræðu um Ameríku og 11. september fyrir framan tíu þúsund manns. Það var magnað atriði.” Föst í þrjú ár Eftir þetta var öllu frestað og síðar varð samruni hjá plötufyrirtækjum sem endaði með því að Svala mátti ekki spila tónlist í langan tíma, eða allt þar til hún vann málaferli gegn plöturisanum „Svo gerist það að Priority sem að ég var hjá eru lentir í fjárhagslegum vandræðum og þeir bara selja útgáfuna til Capitol og þeir selja það þannig að þeir eru bara að kaupa safnið af tónlistinni, en ætla sér ekki að gefa út neina nýja tónlistarmenn. Þannig að ég er allt í einu búin að færast yfir og allir hjá Priority missa vinnuna og þeir ætluðu ekkert að gefa mig út, en áttu samt nafnið mitt og tónlistina mína. Ég var sett í skúffu bara. Við förum í málaferli sem taka þrjú ár og ég gat ekkert gefið neitt út eða notað nafnið mitt allan þann tíma. Við unnum málið og ég fékk nafnið mitt, masterana og allt það og skaðabætur og þá gat ég loks byrjað aftur að gera tónlist.” Í viðtalinu fara Svala og Sölvi yfir feril Svölu, ótrúleg augnablik á ferðalaginu og nýja kaflann í lífi hennar eftir að hún flutti heim til Íslands á nýjan leik í eftir margra ára útlegð í Bandaríkjunum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
MeToo Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira