Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2020 14:58 Mynd: Árni Baldursson FB Það er alveg dæmigert fyrir Stóru Laxá að um leið og það fer að rigna hressilega á haustin þá fer takan í gang. Þetta er ekki bara hækkandi vatn sem skilar aukinni veiði heldur einnig virðist laxinn, eða í það minnsta hluti af stofninum í ánni, haga sér þannig að hann bíður átekta við Iðu þangað til vatnið í Stóru Laxá verður dæmigert hátt haustvatn og þá fer hann að ganga í ánna. Laxinn er auðvitað löngu kominn í haustbúning á þessum tíma svo að kalla hann nýgenginn er auðvitað ekki alveg rétt en hann er í það minnsta nýgenginn í Stóru. Það hefur verið gott skot í ánni síðasta sólarhring og þeir sem fylgjast með stórveiðimanninum Árna Baldurssyni hjá Lax-Á hafa fagnað hverjum laxi sem hefur verið póstað á Facebook hjá honum og Tómasi Lorange sem er við veiðar þar líka. Þessi flotti hængur sem sést á myndinni var einmitt tekinn í Stóru Laxá áðan og það var Tómas sem veiddi hann í Kálfhagahyl. Haustskotin sem áinn er fræg fyrir eru kannski loksins að detta inn núna, aðeins á eftir áætlun en við fögnum því bara samt fyrir þeirra hönd sem eiga daga þarna á næstunni. Stangveiði Mest lesið Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði
Það er alveg dæmigert fyrir Stóru Laxá að um leið og það fer að rigna hressilega á haustin þá fer takan í gang. Þetta er ekki bara hækkandi vatn sem skilar aukinni veiði heldur einnig virðist laxinn, eða í það minnsta hluti af stofninum í ánni, haga sér þannig að hann bíður átekta við Iðu þangað til vatnið í Stóru Laxá verður dæmigert hátt haustvatn og þá fer hann að ganga í ánna. Laxinn er auðvitað löngu kominn í haustbúning á þessum tíma svo að kalla hann nýgenginn er auðvitað ekki alveg rétt en hann er í það minnsta nýgenginn í Stóru. Það hefur verið gott skot í ánni síðasta sólarhring og þeir sem fylgjast með stórveiðimanninum Árna Baldurssyni hjá Lax-Á hafa fagnað hverjum laxi sem hefur verið póstað á Facebook hjá honum og Tómasi Lorange sem er við veiðar þar líka. Þessi flotti hængur sem sést á myndinni var einmitt tekinn í Stóru Laxá áðan og það var Tómas sem veiddi hann í Kálfhagahyl. Haustskotin sem áinn er fræg fyrir eru kannski loksins að detta inn núna, aðeins á eftir áætlun en við fögnum því bara samt fyrir þeirra hönd sem eiga daga þarna á næstunni.
Stangveiði Mest lesið Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði