Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2020 21:19 Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Stöð 2 Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00