Fatan hans Marcelo Bielsa var frumsýnd á Anfield og vakti furðu margra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 10:00 Marcelo Bielsa, knattspyrnusjóri Leeds United, situr hér á fötunni sinni á Anfield um helgina. EPA-EFE/Paul Ellis Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína. Enski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira
Frábær frammistaða nýliða Leeds United á Anfield var ekki það eina sam vakti athygli í leik Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Margir voru að velta því fyrir sér á hverju knattspyrnustjóri Leeds sat í þessum leik. Marcelo Bielsa stýrði liði í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn um helgina þegar Leeds United tapaði 4-3 á móti Englandsmeisturum Liverpool. Leeds liðið stóð sig frábærlega og úr varð sjö marka leikur þar sem meistararnir máttu þakka fyrir að taka öll þrjú stigin. Marcelo Bielsa er á sínu þriðja tímabili með Leeds og er búinn að setja saman skemmtilegt lið sem er óhrætt við að spila fótbolta á stöðum eins og heimavelli Englandsmeistaranna. Augu margra voru hins vegar á Bielsa sjálfum og menn voru að velta því fyrir sér á hverju hann sat stærsta hluta leiksins. Bielsa nýtti sér nefnilega ekki sætin á varamannabekknum eins og knattspyrnustjórarnir gera vanalega heldur sat á sérstakri fötu í þjálfaraboxinu við hliðarlínuna. Why Leeds United manager Marcelo Bielsa sits on a bucket during games. https://t.co/qOpp5FVtSh pic.twitter.com/yVAEOoOBTF— SPORTbible (@sportbible) September 13, 2020 Fyrir þá sem þekkja til Marcelo Bielsa þá kom það ekki mikið á óvart að sjá hann á fötunni á Anfield enda er þetta ekkert nýtt hjá honum. Guillem Balague, blaðamaður BBC, komst að því við gerð heimildarmyndar um Leeds á síðasta ári af hverju „El Loco“ eins og hann er kallaður situr á þessari fötu. „Hann gengur rúma sex kílómetra frá heimili sínu og á æfingavöllinn. Hann labbar líka mikið í leikjunum sjálfum og ástæðan fyrir því að hann sest niður á þessa fötu er að hann er glíma við mikinn bakverk sem hefur fylgt honum síðan hann var að spila sjálfur,“ sagði Guillem Balague í heimildarmyndinni. Bielsa byrjaði á því að setjast niður á kælibox þegar hann var hjá Marseille en Leeds reddaði honum fötu með sæti á og fengu meðal annars fyrirtæki til að kaupa auglýsingu á hana. Það er síðan mjúkt sæti efst til að gera setuna enn þægilegri fyrir Bielsa. Það er almennt talið að hinn 65 ára gamli Bielsa vilji líka vera á fötunni í stað þess að sitja í varamannaskýlinu á Elland Road sem er grafið niður. „Viltu að ég segi eitthvað meira en hvað þetta er? Þetta er bara fata. Ég hef engu við það að bæta nema að þetta er þægileg fata, sagði Marcelo Bielsa þegar hann var spurður út í fötuna sína.
Enski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sjá meira