Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2020 21:37 Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði skömmu fyrir brottför Árna í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð og þar vonast menn til að hún geti skilað þjóðarbúinu tuttugu til þrjátíu milljarða króna búbót í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loðnuvertíðin brást í fyrravetur og einnig veturinn þar á undan. Núna eru menn að gera sér vonir um að leiðangur Árna Friðrikssonar næstu vikur verði ávísun á mikla innspýtingu í þjóðarbúið í vetur. Rannsóknarskip á vegum Grænlendinga tekur einnig þátt í leitinni, sem einkum mun beinast að svæðinu milli Íslands og Grænlands. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir vonarneistann liggja í mikilli ungloðnu sem mældist í haustleiðangri í fyrra. Birkir Bárðarson fiskifræðingur í brú Árna Friðrikssonar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við fengum góða ungloðnuvísitölu, sem gefur þá betri væntingar fyrir þessa vertíð núna heldur en hefur verið undanfarið,“ segir Birkir Reyndar svo góðar væntingar að það er þegar búið að gefa út 170 þúsund tonna upphafskvóta, sem Birkir segir þó varúðarnálgun. „En þar er talsverð varúð til að koma í veg fyrir að það sé verið að gefa of mikla ráðgjöf of snemma,“ segir fiskifræðingurinn. Í Vestmannaeyjum segir Binni í Vinnslustöðunni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, upphafskvótann gefa vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð. Líkur séu á að verð á loðnuafurðum verði í hæstu hæðum í vetur og vonast hann til að loðnuvertíð skili 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum að þessu sinni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Auk Vestmannaeyja eru það Austfjarðahafnir sem eiga mest undir. Í samfélögum allt frá Þórshöfn og suður til Hornafjarðar munu menn bíða spenntir fregna af loðnuleit. Áætlað er að haustleiðangrinum ljúki 5. október og nokkrum dögum síðar er að vænta nýrrar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um veiðikvóta. „Ég vonast þá til að það verði þá sæmileg vertíð úr þessu. En það er ekkert sem sker úr um það heldur en mælingin núna. Og svo förum við aftur til mælinga í vetur, í janúar-febrúar,“ segir Birkir leiðangursstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mikið er í húfi fyrir hlutaðeigandi byggðir, eins og lesa mátti í þessari frétt í byrjun árs: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Vopnafjörður Tengdar fréttir Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. 6. mars 2020 14:05 Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Loðnan langt undir mörkum Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn. Er það langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. 3. febrúar 2020 13:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð og þar vonast menn til að hún geti skilað þjóðarbúinu tuttugu til þrjátíu milljarða króna búbót í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Loðnuvertíðin brást í fyrravetur og einnig veturinn þar á undan. Núna eru menn að gera sér vonir um að leiðangur Árna Friðrikssonar næstu vikur verði ávísun á mikla innspýtingu í þjóðarbúið í vetur. Rannsóknarskip á vegum Grænlendinga tekur einnig þátt í leitinni, sem einkum mun beinast að svæðinu milli Íslands og Grænlands. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir vonarneistann liggja í mikilli ungloðnu sem mældist í haustleiðangri í fyrra. Birkir Bárðarson fiskifræðingur í brú Árna Friðrikssonar í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við fengum góða ungloðnuvísitölu, sem gefur þá betri væntingar fyrir þessa vertíð núna heldur en hefur verið undanfarið,“ segir Birkir Reyndar svo góðar væntingar að það er þegar búið að gefa út 170 þúsund tonna upphafskvóta, sem Birkir segir þó varúðarnálgun. „En þar er talsverð varúð til að koma í veg fyrir að það sé verið að gefa of mikla ráðgjöf of snemma,“ segir fiskifræðingurinn. Í Vestmannaeyjum segir Binni í Vinnslustöðunni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, upphafskvótann gefa vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð. Líkur séu á að verð á loðnuafurðum verði í hæstu hæðum í vetur og vonast hann til að loðnuvertíð skili 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum að þessu sinni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Auk Vestmannaeyja eru það Austfjarðahafnir sem eiga mest undir. Í samfélögum allt frá Þórshöfn og suður til Hornafjarðar munu menn bíða spenntir fregna af loðnuleit. Áætlað er að haustleiðangrinum ljúki 5. október og nokkrum dögum síðar er að vænta nýrrar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um veiðikvóta. „Ég vonast þá til að það verði þá sæmileg vertíð úr þessu. En það er ekkert sem sker úr um það heldur en mælingin núna. Og svo förum við aftur til mælinga í vetur, í janúar-febrúar,“ segir Birkir leiðangursstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mikið er í húfi fyrir hlutaðeigandi byggðir, eins og lesa mátti í þessari frétt í byrjun árs:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Vopnafjörður Tengdar fréttir Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. 6. mars 2020 14:05 Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Loðnan langt undir mörkum Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn. Er það langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. 3. febrúar 2020 13:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25
Lýsa yfir vonbrigðum með ráðamenn og Hafró vegna loðnuveiða Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning stofnsins hefst. 6. mars 2020 14:05
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Loðnan langt undir mörkum Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn. Er það langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. 3. febrúar 2020 13:45