Grét mest þegar hún sagði fólki frá Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2020 10:30 Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs fótboltakona úr Haukum. Eftir að hafa klárað Menntaskólann við Sund ákvað hún ásamt vinum að fara í heimsreisu, ferðast vítt og breytt um Asíu áður en hún héldi áfram skólagöngu sinni. Hún byrjaði í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík grunlaus um að nokkuð væri framundan annað en tímar, heimalestur og partí. En einn morguninn fann Harpa litla kúlu á bakvið eyrað. „Ég var ekki að hafa miklar áhyggjur af því og var ekkert að stressa mig,“ segir Harpa í viðtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hægt og rólega byrjaði að myndast á sama stað stórt kýli. „Fyrst var mér ekkert illt í þessari kúlu en þegar leið á fékk ég mjög mikla verki í hana,“ segir Harpa sem ákvað að sýna móður sinni kýlið og þrátt fyrir að hafa ekki miklar áhyggjur létu þær athuga málið. Líklega væri um einhverja sýkingu að ræða. Harpa var í lyfjameðferð í þrjá mánuði. Hann kom ekki oft í heimsókn „Það kom aldrei upp í hugann að þetta væri mögulega krabbamein. Ég var meira stressuð yfir því að þetta væri mögulega einkirningasótt. Það kom ekkert í ljós úr myndatöku, sýnatöku og blóðprufu. Þar átti allt bara að vera eðlilegt en samt var eitthvað að. Síðan enda ég á því að fara í aðra sýnatöku og þá kom í ljós að þetta væri æxli.“ Svona lýsir hún deginum þegar hún fékk þær fréttir að hún væri veik. „Ég var hérna heima og af því að frændi minn er læknir þá kom hann í heimsókn. Hann er ekkert mjög vanur að koma í heimsókn. Hann talar við mömmu og pabba og ég er bara niðri í herberginu mínu. Ég heyrði að það væri eitthvað að. Síðan kem ég upp og hann tilkynnir mér að ég væri komin með æxli. Þetta var svo mikið sjokk og ég var alveg tvær vikur að átta mig á þessu, að ég væri með krabbamein. Ég fór bara að hágráta og ég man ekki alveg hvað ég hugsaði, þetta er allt svo í moðu.“ Harpa segist heppin með vini og fjölskyldu, á góðar systur sem stóðu með henni og einnig foreldrar hennar. „Mamma tók sér mjög mikið frí í vinnunni og var eiginlega alltaf með mér,“ segir Harpa en enginn nákomin henni var í öðrum gír en að sigra þennan óvelkomna sjúkdóm. Harpa fór í alls sex lyfjameðferðir sem tóku alls þrjá mánuði. Það þykir frekar mikið á stuttum tíma en þar sem hún var ung og hraust var ákveðið að fara þá leið. „Mér fannst það eiginlega bara betra því þá var þetta bara styttri tími en kannski erfiðara. Ég var í raun bara hrædd hvað þetta yrði erfitt, ekki hvað myndi gerast við mig. Ég vissi alveg að ég myndi sigra þetta.“ Hún og enginn í fjölskyldunni leyfðu sér aldrei að hugsa að allt gæti farið á versta veg. „Það var mjög erfitt fyrst að missa hárið og ég var mjög kvíðin fyrir því. Ég hélt að það yrði erfiðasti parturinn en ég varð að raka það af þar sem það var alltaf að detta af. Systur mínar rökuðu það af mér og það var í raun bara léttir. Þá samt leit ég út fyrir að vera veik, ég leit ekkert út fyrir að vera veik þegar ég var með hár. Ég keypti mér hárkollu en notaði hana í raun ekkert.“ Harpa fékk sér hárkollu en notaði hana mjög sjaldan. Harpa segir í léttum tón að ekki megi kvarta undan hárinu sínu við manneskju með krabbamein. „Ég tók þetta á smá spaugi líka, mér fannst alveg gaman að djóka með þetta og nota krabbameinskortið,“ segir Harpa og hlær. Erfiðast í öllu ferlinu fannst Hörpu Karen að segja öllum frá þessu. „Það var mikill léttir þegar ég var búin að segja öllum frá. Þá grét ég mest, þegar ég var að segja öllum frá. Þegar meðferðin leið var ég ekkert mikið að gráta. Mér fannst svo leiðinlegt hvað ég væri að segja vondar fréttir við vini mína.“ Harpa segir að það hafi því verið mjög góð tilfinning þegar hún gat sagt fólkinu sínu góðar fréttir, að þetta væri búið. Hún segist að ákveðnu leyti vera þakklát fyrir þessa reynslu. „Að sjá að maður komst í gegnum þetta. Ég er núna þakklát fyrir það að geta farið út í göngutúr eða fara að ferðast í framtíðinni. Maður gat ekki gert það í meðferðinni.“ Ísland í dag Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Harpa Karen Antonsdóttir er 21 árs fótboltakona úr Haukum. Eftir að hafa klárað Menntaskólann við Sund ákvað hún ásamt vinum að fara í heimsreisu, ferðast vítt og breytt um Asíu áður en hún héldi áfram skólagöngu sinni. Hún byrjaði í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík grunlaus um að nokkuð væri framundan annað en tímar, heimalestur og partí. En einn morguninn fann Harpa litla kúlu á bakvið eyrað. „Ég var ekki að hafa miklar áhyggjur af því og var ekkert að stressa mig,“ segir Harpa í viðtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hægt og rólega byrjaði að myndast á sama stað stórt kýli. „Fyrst var mér ekkert illt í þessari kúlu en þegar leið á fékk ég mjög mikla verki í hana,“ segir Harpa sem ákvað að sýna móður sinni kýlið og þrátt fyrir að hafa ekki miklar áhyggjur létu þær athuga málið. Líklega væri um einhverja sýkingu að ræða. Harpa var í lyfjameðferð í þrjá mánuði. Hann kom ekki oft í heimsókn „Það kom aldrei upp í hugann að þetta væri mögulega krabbamein. Ég var meira stressuð yfir því að þetta væri mögulega einkirningasótt. Það kom ekkert í ljós úr myndatöku, sýnatöku og blóðprufu. Þar átti allt bara að vera eðlilegt en samt var eitthvað að. Síðan enda ég á því að fara í aðra sýnatöku og þá kom í ljós að þetta væri æxli.“ Svona lýsir hún deginum þegar hún fékk þær fréttir að hún væri veik. „Ég var hérna heima og af því að frændi minn er læknir þá kom hann í heimsókn. Hann er ekkert mjög vanur að koma í heimsókn. Hann talar við mömmu og pabba og ég er bara niðri í herberginu mínu. Ég heyrði að það væri eitthvað að. Síðan kem ég upp og hann tilkynnir mér að ég væri komin með æxli. Þetta var svo mikið sjokk og ég var alveg tvær vikur að átta mig á þessu, að ég væri með krabbamein. Ég fór bara að hágráta og ég man ekki alveg hvað ég hugsaði, þetta er allt svo í moðu.“ Harpa segist heppin með vini og fjölskyldu, á góðar systur sem stóðu með henni og einnig foreldrar hennar. „Mamma tók sér mjög mikið frí í vinnunni og var eiginlega alltaf með mér,“ segir Harpa en enginn nákomin henni var í öðrum gír en að sigra þennan óvelkomna sjúkdóm. Harpa fór í alls sex lyfjameðferðir sem tóku alls þrjá mánuði. Það þykir frekar mikið á stuttum tíma en þar sem hún var ung og hraust var ákveðið að fara þá leið. „Mér fannst það eiginlega bara betra því þá var þetta bara styttri tími en kannski erfiðara. Ég var í raun bara hrædd hvað þetta yrði erfitt, ekki hvað myndi gerast við mig. Ég vissi alveg að ég myndi sigra þetta.“ Hún og enginn í fjölskyldunni leyfðu sér aldrei að hugsa að allt gæti farið á versta veg. „Það var mjög erfitt fyrst að missa hárið og ég var mjög kvíðin fyrir því. Ég hélt að það yrði erfiðasti parturinn en ég varð að raka það af þar sem það var alltaf að detta af. Systur mínar rökuðu það af mér og það var í raun bara léttir. Þá samt leit ég út fyrir að vera veik, ég leit ekkert út fyrir að vera veik þegar ég var með hár. Ég keypti mér hárkollu en notaði hana í raun ekkert.“ Harpa fékk sér hárkollu en notaði hana mjög sjaldan. Harpa segir í léttum tón að ekki megi kvarta undan hárinu sínu við manneskju með krabbamein. „Ég tók þetta á smá spaugi líka, mér fannst alveg gaman að djóka með þetta og nota krabbameinskortið,“ segir Harpa og hlær. Erfiðast í öllu ferlinu fannst Hörpu Karen að segja öllum frá þessu. „Það var mikill léttir þegar ég var búin að segja öllum frá. Þá grét ég mest, þegar ég var að segja öllum frá. Þegar meðferðin leið var ég ekkert mikið að gráta. Mér fannst svo leiðinlegt hvað ég væri að segja vondar fréttir við vini mína.“ Harpa segir að það hafi því verið mjög góð tilfinning þegar hún gat sagt fólkinu sínu góðar fréttir, að þetta væri búið. Hún segist að ákveðnu leyti vera þakklát fyrir þessa reynslu. „Að sjá að maður komst í gegnum þetta. Ég er núna þakklát fyrir það að geta farið út í göngutúr eða fara að ferðast í framtíðinni. Maður gat ekki gert það í meðferðinni.“
Ísland í dag Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira