Hvetur Húsvíkinga til að huga að skjálftavörnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 18:23 Tveir jarðskjálftar yfir 4 hafa riðið yfir á Norðurlandi í dag. Veðurstofa Íslands/skjáskot Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð. „Það eru núna komnir þarna tveir stórir skjálftar þarna á stuttum tíma, þetta er í stærra lagi og er alltaf að færast nær og er á þessari sprungu sem liggur úr Eyjafirðinum og í gegn um Húsavík,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur í samtali við fréttastofu. . Hann segir nokkuð algengt að skjálftarnir séu svo nálægt landi ef heilt ár er skoðað. „Þeir eru bara orðnir stærri og það var náttúrulega þessi mikla sem var í sumar, þannig að fólk verður bara að fara að öllu með gát og ekki láta þetta koma sér á óvart.“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Vísir/Vilhelm Ármann segir ekki ólíklegt að fleiri stórir skjálftar fylgi eftir. „Það er reglan á þessari sprungu að hún hreyfir sig á svona hundrað ára fresti og síðasta hreyfing inn við Húsavík var þarna á nítjándu öldinni, undir lok nítjándu aldar. Þannig að hún er komin á tíma og það vita þetta nú flestir á Húsavík.“ Grunur liggur á að sögn Ármanns að stærstu skjálftarnir í hrinunni undir lok nítjándu aldar hafi verið um 6 á stærð. „Það þarf að huga að þessu þegar eru svona miklir og stórir skjálftar að þeir færist allataf nær og nær Húsavík.“ Gömul hús geta skemmst að sögn Ármanns en flest hús skemmast ekki þar sem byggt er samkvæmt ákveðnum staðli sem gerir ráð fyrir stórum skjálftum. Það sé frekar innbú sem geti skemmst í skjálftum, því þurfi að huga að því. Hægt er að nálgast tilmæli almannavarna um skjálftavarnir hér.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir „Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43 Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17 Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
„Það bara lék allt á reiðiskjálfi“ Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:43
Jarðskjálfti að stærð 4,6 fannst vel Jarðskjálfi að stærð 4,6 með upptök inn í Skjálfandaflóa fannst vel víða um Norðurland nú síðdegis. 15. september 2020 15:17
Annar snarpur skjálfti fyrir norðan Snarpur skjálfti varð um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík klukkan 17:06 í dag. 15. september 2020 17:18