Silkimjúk sending frá Martin þegar Valencia komst í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 11:00 Martin Hermannsson er farinn að láta til sín taka hjá spænska liðinu Valencia Basket. Hann á síðan afmæli í dag. Getty/JM Casares Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Spænski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Martin Hermannsson missti ekki af úrslitaleik með Alba Berlin á síðustu leiktíð og hann er kominn í sinn fyrsta úrslitaleik með Valencia á Spáni. Valencia vann átta stiga sigur á þýska liðinu Bayern München, 84-76, í æfingamóti á vegum EuroLeague deildarinnar. Mótið heitir „We’re Back“ EuroLeague eða „Við erum mætt aftur“ æfingamótið. Martin Hermannsson er þegar kominn í stórt hlutverk hjá sínu nýja félagi en hann var í byrjunarliðinu og endaði leikinn með 12 stig og 4 stoðsendingar. Ein af stoðsendingunum hans vakti sérstaka athygli en sú var silkimjúk og var tekin fyrir á Twitter-síðu EuroLeague eins og sjá má hér fyrir neðan. That is silky smooth from @hermannsson15!#7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/jyDBhC9XXR— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020 Martin spilaði alls í 19 mínútur í leiknum og hitti úr 3 af 5 skotum utan af velli og úr öllum vítunum. Hann var einnig með 2 stolna bolta og 2 fráköst og alls fimmtán framlagsstig. Martin heldur síðan upp á 26 ára afmælið sitt í dag. Valencia tók frumkvæðið snemma leiks, var 24-18 yfir eftir fyrsta leikhluta og 44-36 yfir í hálfleik. Bayern minnkaði muninn í þrjú stig í þriðja leikhlutanum, 63-60, en Valencia liðið náði strax aftur tíu stiga forskot, 73-63. Mike Tobey skoraði 17 stig fyrir Valencia og Bojan Dubljevic var með 15 stig. Umræddur Bojan Dubljevic tróð boltanum einmitt í körfuna eftir fyrrnefnda silkimjúka sendingu frá Martin. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta ASVEL Basket frá Frakklandi í úrslitaleik mótsins en það lið kemur frá Lyon og Villeurbanne. Olympiacos og Bayern spila aftur á móti um þriðja sætið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum og um leið fleiri tilþrif frá Martin þar á meðal körfu sem hann skoraði af harðfylgni og fékk víti að auki. Highlights...@valenciabasket books its place in the Championship Game at home!#EuroLeagueisBack pic.twitter.com/vEY4YTlSQx— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 15, 2020
Spænski körfuboltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira