„Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 13:03 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/VIlhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05