„Maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2020 23:01 Söngkonan ástsæla Þórunn Antonía var í opinskáu og einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag þar sem hún ræddi um þá þungbæru reynslu þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Söngkonan Þórunn Antonía var einstæð með dóttur sína fimm ára þegar hún eignaðist svo sitt annað barn fyrir ári síðan. Hún lenti í mikilli ástarsorg þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Hún ræddi þessa þungbæru reynslu í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld en Þórunn Antonía segist vilja opna umræðuna um stöðu kvenna sem lenda í því að verða einhleypar annað hvort á meðgöngu eða rétt eftir barnsburð. „Ég er ekki glansmynd, ég er manneskja og ég er ekki hrædd við að sýna að ég sé manneskja. Ég er bara mannleg, ég er bara stelpa, ég er kona, ég er mamma, ég er vinkona, ég er dóttir. Ég fer að gráta þegar hlutir eru erfiðir, ég fer að gráta þegar hlutir eru fallegir. Ég er bara opin tilfinningalega og mér finnst ég sem manneskja sem vekur áhuga fólks og er allt í einu með 11.400 manns á Instagraminu mínu að fylgjast með mér, mér finnst ég bera samfélagslega skyldu að vera ekki að selja einhverja fullkomnun sem er ekki til,“ segir Þórunn Antonía. Forgangsraðar hvíld sem einstæð móðir með tvö lítil börn Þess vegna hafi hún til að mynda birt myndir af sér ómálaðri og „filterslausri“ og sýnt myndir úr eldhúsinu sínu þar sem er serjós og kattamaðtur úti um allt. „Og ég svo þreytt að ég er gráti næst. Það má. Það er ógeðslega erfitt að vera foreldri, sama hvort maður sé einstæður, í sambandi, giftur, hvort sem maður á tíu börn eða eitt barn. Maður má alveg segja að það sé erfitt af því að þetta er fallegasta og mikilvægasta hlutverk í lífinu.“ Sem einstæð móðir með tvö lítil börn segist Þórunn Antonía hafa þurft að forgangsraða og hún hafi forgangsraðað hvíld. „Ég hef ekki forgangsraðað því að fara í ræktina eða að fara að vinna of snemma eða hafa fullkomið heimili. Ég hef þurft að forgangsraða hvíld. Ég fór í mjög erfiðan bráðakeisara og samgróningaaðgerð og alls konar slíkt og ég var bara algjörlega búin á því. Það voru ákveðnir erfiðleikar þarna fyrst sem tóku bara allt frá mér og ég er svona núna að komast upp úr því.“ Og svo varstu líka í ástarsorg? „Já, ég var í ástarsorg og mér finnst það líka svo fallegt þegar fólk nær að segja það upphátt af því að hversu heppinn er maður að fá að elska? Og þetta var 100 prósent ekki maðurinn minn því maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri. Það er ekki maðurinn sem mig langaði að byggja líf mitt með. Langaði mig að halda rosa fast í þennan mann þegar ég var ólétt? Auðvitað af því að það er það sem heilinn minn og líkaminn og fjölskyldumengið er að segja. Þakka ég konunni sem tók þennan mann, skilurðu, mjög snemma eftir að við hættum saman? Ó, já, hún er bara hetja í mínum augum. Ég þakka henni kærlega fyrir því þetta er bara allt fyrir bestu og ég óska þeim alls hins besta.“ Vill opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna Þórunn Antonía ákvað síðan að setja sig í samband við konur í sömu stöðu, það er sem verða einhleypar á meðgöngu, og gera sjálfstæða rannsókn á hugarheimi og tilfinningalífi þeirra. „Af því að ég fann svo lítið um þetta. Ég fann svo lítinn stuðning. Ég fór og leitaði mér hjálpar eins og allir sem ganga í gegnum erfiðleika ættu að gera og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég fór og leitaði mér hjálpar hjá geðlækni, hjá sálfræðingi, hjá alls konar teymum og mér fannst rosa ríkt í öllum bara: „Nú þarftu bara að finna valkyrjuna í þér og standa þig,“ og þegar maður er bara gjörsamlega mölbrotinn, það er ekki eitthvað sem er hægt að segja við manneskju. Þú segir ekkert manneskju sem er að drepast úr þunglyndi „Stattu bara upp.“ Þetta er miklu flóknara ferli.“ Hún segir allar konurnar sem hún ræddi við hafa upplifað sjálfsmorðshugsanir. „Þeim langaði að deyja, þær sjá ekki fram á að standa sig en móðureðlið er svo sterkt að það þorir engin að tala opinskátt um þetta. Það vill enginn heyra ólétta konu segja: „Ég held að mig langi ekki að lifa lengur,“ af því að það er svo mikið tabú í fyrsta lagi að vera ólétt og vera ekki ótrúlega þakklát fyrir þá gjöf af því að ekki allir geta eignast börn og allt þetta. Þess vegna hef ég bara talað opinskátt um þetta. Það er ekki til að kasta neinum skugga á barnsfaðir minn, það er einfaldlega til þess að opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna,“ segir Þórunn Antonía en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ísland í dag Hveragerði Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía var einstæð með dóttur sína fimm ára þegar hún eignaðist svo sitt annað barn fyrir ári síðan. Hún lenti í mikilli ástarsorg þegar þáverandi kærasti hennar yfirgaf hana þegar hún var komin fjóra mánuði á leið með barn þeirra. Hún ræddi þessa þungbæru reynslu í einlægu viðtali við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld en Þórunn Antonía segist vilja opna umræðuna um stöðu kvenna sem lenda í því að verða einhleypar annað hvort á meðgöngu eða rétt eftir barnsburð. „Ég er ekki glansmynd, ég er manneskja og ég er ekki hrædd við að sýna að ég sé manneskja. Ég er bara mannleg, ég er bara stelpa, ég er kona, ég er mamma, ég er vinkona, ég er dóttir. Ég fer að gráta þegar hlutir eru erfiðir, ég fer að gráta þegar hlutir eru fallegir. Ég er bara opin tilfinningalega og mér finnst ég sem manneskja sem vekur áhuga fólks og er allt í einu með 11.400 manns á Instagraminu mínu að fylgjast með mér, mér finnst ég bera samfélagslega skyldu að vera ekki að selja einhverja fullkomnun sem er ekki til,“ segir Þórunn Antonía. Forgangsraðar hvíld sem einstæð móðir með tvö lítil börn Þess vegna hafi hún til að mynda birt myndir af sér ómálaðri og „filterslausri“ og sýnt myndir úr eldhúsinu sínu þar sem er serjós og kattamaðtur úti um allt. „Og ég svo þreytt að ég er gráti næst. Það má. Það er ógeðslega erfitt að vera foreldri, sama hvort maður sé einstæður, í sambandi, giftur, hvort sem maður á tíu börn eða eitt barn. Maður má alveg segja að það sé erfitt af því að þetta er fallegasta og mikilvægasta hlutverk í lífinu.“ Sem einstæð móðir með tvö lítil börn segist Þórunn Antonía hafa þurft að forgangsraða og hún hafi forgangsraðað hvíld. „Ég hef ekki forgangsraðað því að fara í ræktina eða að fara að vinna of snemma eða hafa fullkomið heimili. Ég hef þurft að forgangsraða hvíld. Ég fór í mjög erfiðan bráðakeisara og samgróningaaðgerð og alls konar slíkt og ég var bara algjörlega búin á því. Það voru ákveðnir erfiðleikar þarna fyrst sem tóku bara allt frá mér og ég er svona núna að komast upp úr því.“ Og svo varstu líka í ástarsorg? „Já, ég var í ástarsorg og mér finnst það líka svo fallegt þegar fólk nær að segja það upphátt af því að hversu heppinn er maður að fá að elska? Og þetta var 100 prósent ekki maðurinn minn því maðurinn minn hefði ekki farið frá mér óléttri. Það er ekki maðurinn sem mig langaði að byggja líf mitt með. Langaði mig að halda rosa fast í þennan mann þegar ég var ólétt? Auðvitað af því að það er það sem heilinn minn og líkaminn og fjölskyldumengið er að segja. Þakka ég konunni sem tók þennan mann, skilurðu, mjög snemma eftir að við hættum saman? Ó, já, hún er bara hetja í mínum augum. Ég þakka henni kærlega fyrir því þetta er bara allt fyrir bestu og ég óska þeim alls hins besta.“ Vill opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna Þórunn Antonía ákvað síðan að setja sig í samband við konur í sömu stöðu, það er sem verða einhleypar á meðgöngu, og gera sjálfstæða rannsókn á hugarheimi og tilfinningalífi þeirra. „Af því að ég fann svo lítið um þetta. Ég fann svo lítinn stuðning. Ég fór og leitaði mér hjálpar eins og allir sem ganga í gegnum erfiðleika ættu að gera og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég fór og leitaði mér hjálpar hjá geðlækni, hjá sálfræðingi, hjá alls konar teymum og mér fannst rosa ríkt í öllum bara: „Nú þarftu bara að finna valkyrjuna í þér og standa þig,“ og þegar maður er bara gjörsamlega mölbrotinn, það er ekki eitthvað sem er hægt að segja við manneskju. Þú segir ekkert manneskju sem er að drepast úr þunglyndi „Stattu bara upp.“ Þetta er miklu flóknara ferli.“ Hún segir allar konurnar sem hún ræddi við hafa upplifað sjálfsmorðshugsanir. „Þeim langaði að deyja, þær sjá ekki fram á að standa sig en móðureðlið er svo sterkt að það þorir engin að tala opinskátt um þetta. Það vill enginn heyra ólétta konu segja: „Ég held að mig langi ekki að lifa lengur,“ af því að það er svo mikið tabú í fyrsta lagi að vera ólétt og vera ekki ótrúlega þakklát fyrir þá gjöf af því að ekki allir geta eignast börn og allt þetta. Þess vegna hef ég bara talað opinskátt um þetta. Það er ekki til að kasta neinum skugga á barnsfaðir minn, það er einfaldlega til þess að opna umræðuna um hugarheim óléttra kvenna,“ segir Þórunn Antonía en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ísland í dag Hveragerði Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira