Sorgin fer ekki heldur lifir með manni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. september 2020 10:01 Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur aðstoða fjölskyldur í missi og sorg. Vísir/Vilhelm „Ég hef upplifað missi í tvígang. Ég missi fyrsta barnið mitt á meðgöngu þegar ég er 25 ára gömul, gengin 22 vikur. Það var svona mín fyrsta upplifun af sorg og það var gríðarlega erfitt,“ segir Ína Ólöf Sigurðardóttir. Hún segir að hún hafi á vissan hátt upplifað það eins og hún hafi setið ein í þeirri sorg, en þetta var áður en samtök eins Gleym mér ey voru stofnuð. „Við komumst í gegnum þetta en eins og við vitum þá fer sorgin ekki, þetta lifir með manni,“ segir Ína Ólöf um þessa fyrstu reynslu sína af sorg. „10 árum seinna missi ég manninn minn til 18 ára. Hann fékk heilaæxli og lifði í tvö ár eftir það og féll svo frá. Við áttum tvö ung börn, níu ára og fjögurra ára og það var mikil þrautarganga.“ Saga vonar og uppbyggingar Ína ræddi sorg, sorgarferlið og sorgarúrvinnslu í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ásamt séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti. Séra Vigfús aðstoðaði Ínu Ólöfu og börnin hennar tvö eftir þeirra missi. „Ég held að mér hafi tekist að gera allt eins vel og hægt var að gera það og þegar ég lít til baka er ég svolítið stolt af sjálfri mér,“ segir Ína Ólöf um sorgarúrvinnsluna. Hún leitaði sér aðstoðar og fór í sorgarhóp og fleira. Eftir þetta hefur hún aðstoðað aðra við að takast á við sorgina. Ári eftir missinn stofnaði hún samtökin Ljónshjarta, samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þeirra. Hún var formaður samtakanna í sex ár og kom einnig seinna að stofnun Sorgarmiðstöðvarinnar í Hafnarfirði. „Við erum meðvitaðri um það að við þurfum aðstoð í þessu ferli því þetta er orkufrekasta ferli sem mannskepnan lendir í,“ segir séra Vigfús Bjarni. Hann er að byrja sitt 17 ár sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum og hittir því margar fjölskyldur sem eru að ganga í gegnum missi og sorg. „Saga Ínu er saga vonar og uppbyggingar og hún lánar náttúrulega von með sínu lífi líka og það er svo kröftugt fyrir syrgjendur.“ Hann heldur svo áfram: „Saga hennar er saga uppbyggingar, hvernig maður heldur áfram þrátt fyrir allt, því ekki á maður neitt val.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við Ínu Ólöfu og séra Vigfús Bjarna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. 5. september 2020 07:00 „Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30 Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég hef upplifað missi í tvígang. Ég missi fyrsta barnið mitt á meðgöngu þegar ég er 25 ára gömul, gengin 22 vikur. Það var svona mín fyrsta upplifun af sorg og það var gríðarlega erfitt,“ segir Ína Ólöf Sigurðardóttir. Hún segir að hún hafi á vissan hátt upplifað það eins og hún hafi setið ein í þeirri sorg, en þetta var áður en samtök eins Gleym mér ey voru stofnuð. „Við komumst í gegnum þetta en eins og við vitum þá fer sorgin ekki, þetta lifir með manni,“ segir Ína Ólöf um þessa fyrstu reynslu sína af sorg. „10 árum seinna missi ég manninn minn til 18 ára. Hann fékk heilaæxli og lifði í tvö ár eftir það og féll svo frá. Við áttum tvö ung börn, níu ára og fjögurra ára og það var mikil þrautarganga.“ Saga vonar og uppbyggingar Ína ræddi sorg, sorgarferlið og sorgarúrvinnslu í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ásamt séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti. Séra Vigfús aðstoðaði Ínu Ólöfu og börnin hennar tvö eftir þeirra missi. „Ég held að mér hafi tekist að gera allt eins vel og hægt var að gera það og þegar ég lít til baka er ég svolítið stolt af sjálfri mér,“ segir Ína Ólöf um sorgarúrvinnsluna. Hún leitaði sér aðstoðar og fór í sorgarhóp og fleira. Eftir þetta hefur hún aðstoðað aðra við að takast á við sorgina. Ári eftir missinn stofnaði hún samtökin Ljónshjarta, samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þeirra. Hún var formaður samtakanna í sex ár og kom einnig seinna að stofnun Sorgarmiðstöðvarinnar í Hafnarfirði. „Við erum meðvitaðri um það að við þurfum aðstoð í þessu ferli því þetta er orkufrekasta ferli sem mannskepnan lendir í,“ segir séra Vigfús Bjarni. Hann er að byrja sitt 17 ár sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum og hittir því margar fjölskyldur sem eru að ganga í gegnum missi og sorg. „Saga Ínu er saga vonar og uppbyggingar og hún lánar náttúrulega von með sínu lífi líka og það er svo kröftugt fyrir syrgjendur.“ Hann heldur svo áfram: „Saga hennar er saga uppbyggingar, hvernig maður heldur áfram þrátt fyrir allt, því ekki á maður neitt val.“ Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við Ínu Ólöfu og séra Vigfús Bjarna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. 5. september 2020 07:00 „Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30 Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Hægt að koma í veg fyrir fjögur af tíu krabbameinum með lífsstíl“ Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífsstíl, segja Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir formaður Krafts. Þær ræddu mikilvægi holls mataræðis í nýjasta þætti Krafts hlaðvarpsins Fokk ég er með krabbamein. 5. september 2020 07:00
„Barnið mitt þekkir ekki annað“ „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. 2. september 2020 16:30
Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00