Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 10:52 Reykjalundur hefur síðustu vikur og mánuði sinnt endurhæfingu fyrir sjúklinga sem veikst hafa af Covid-19. Vísir/vilhelm Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar. Hluta af starfsemi Reykjalundar hefur nú verið lokað tímabundið í öryggisskyni vegna smitsins. Um tuttugu starfsmenn eru komnir í sóttkví og þá hafa skjólstæðingar sem hafa verið nálægt hinum smitaða verið látnir vita af stöðu mála. Þeir eru ýmist komnir í sóttkví eða munu ekki sækja Reykjalund næstu daga. Markvissir sóttvarnarverkferlar og -reglur hafa verið í gildi á Reykjalundi síðustu vikur og mánuði og því hefur ekki þurft að grípa til algerrar lokunar á starfseminni. Stjórnendur munu fylgjast grannt með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum, að því er segir í tilkynningu. „Reykjalundur harmar þau óþægindi sem þetta kann að valda skjólstæðingum í mikilvægri meðferð, sem og starfsfólki sem málinu tengist. Jafnframt ber að þakka starfsfólki Reykjalundar og öðrum sem að málinu hafa komið, fyrir snör og markviss vinnubrögð sem vonandi hafa leitt til þess að búið er að ná eins góðum tökum á ástandinu og mögulegt er. Ljóst er að starfsemi Reykjalundar verður mjög takmörkuð næstu daga en í þessum málum verður að sýna varkárni, vandvirkni og vönduð vinnubrögð til að tryggja sem best hag skjólstæðinga og allra annara sem tengjast Reykjalund,“ segir í tilkynningu forstjórans. Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19. Í ágúst höfðu tæplega tuttugu einstaklingar nýtt sér slíka endurhæfingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira