Opna bandaríska hafið á velli sem Tiger segir einn af þremur erfiðustu í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2020 14:15 Tiger Woods keppir á vellinum þar sem hann missti fyrst af niðurskurði á risamóti. getty/Gregory Shamus Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag. Golf Opna bandaríska Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hófst í dag. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Að þessu sinni fer Opna bandaríska fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta er í sjötta sinn sem Opna bandaríska fer fram á Winged Foot og aðeins einu sinni hefur sigurvegarinn leikið undir pari. Það afrekaði Bandaríkjamaðurinn Fuzzy Zoeller 1984 þegar hann lék á fjórum höggum undir pari. Opna bandaríska fór síðast fram á Winged Foot 2006. Þá stóð Ástralinn Geoff Oglivy uppi sem sigurvegari á fimm höggum yfir pari eftir dramatískan lokadag. Phil Mickelson og Colin Montgomerie fengu báðir tvöfaldan skolla á lokaholunni þegar par hefði dugað þeim til sigurs. „Einhvers staðar á þessum 72 holum bognar þú. Að hafa leika undir pari á 72 holum væri magnað afrek,“ sagði Oglivy. Opna bandaríska 2006 var einnig merkilegt fyrir þær sakir að það var fyrsta sinn sem Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Að sögn Woods er Winged Foot einn af þremur erfiðustu golfvöllum heims ásamt Oakmont og Carnoustie. Woods hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska: 2000, 2002 og 2008. Árið 2000 vann hann með fimmtán högga mun sem er met á risamóti. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Opna bandaríska á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 16:00 í dag.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira