BL sýnir sjö nýja bíla á Hólmavík og Ísafirði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. september 2020 07:00 Hyundai Tucson verður til sýnis. Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. Sýndir verða fjórhjóladrifnu jepplingarnir Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Renault Koleos, Subaru Outback og Subaru XV auk hins fullvaxna Land Rover Defender, segir í fréttatilkynningu frá BL. Einnig slæst með í för 100% rafdrifni og framhjóladrifni fólksbíllinn Hyundai Kona EV sem hefur tæplega 450 km drægi á rafhlöðunni. Renault Koleos verður einnig til sýnis. Á Hólmavík fer bílasýningin fram á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 16 og 17 við Pakkhúsið, þar sem Kaupfélag Steingrímsfjarðar rekur byggingavöruverslun. Á Ísafirði verður sýningin á laugardag við Bílaverkstæði SB ehf. við Sindragötu 3 milli kl. 12 og 16. Í tilefni sýningarinnar á Ísafirði býður Bílaverkstæði SB viðskiptavinum sínum við Djúp ýmis afsláttarkjör af vörum og þjónustu sem hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á laugardag. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. Sýndir verða fjórhjóladrifnu jepplingarnir Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Renault Koleos, Subaru Outback og Subaru XV auk hins fullvaxna Land Rover Defender, segir í fréttatilkynningu frá BL. Einnig slæst með í för 100% rafdrifni og framhjóladrifni fólksbíllinn Hyundai Kona EV sem hefur tæplega 450 km drægi á rafhlöðunni. Renault Koleos verður einnig til sýnis. Á Hólmavík fer bílasýningin fram á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 16 og 17 við Pakkhúsið, þar sem Kaupfélag Steingrímsfjarðar rekur byggingavöruverslun. Á Ísafirði verður sýningin á laugardag við Bílaverkstæði SB ehf. við Sindragötu 3 milli kl. 12 og 16. Í tilefni sýningarinnar á Ísafirði býður Bílaverkstæði SB viðskiptavinum sínum við Djúp ýmis afsláttarkjör af vörum og þjónustu sem hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á laugardag.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent