„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 18. september 2020 11:36 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. „Þetta var svo sem það sem við bjuggumst við. Við áttum von á því að sjá svipaðar tölur og í gær, við vorum að skima mjög mikið og taka mjög mikið af sýnum og það var verið að miða á þá hópa sem höfðu verið útsettir. Þannig að miðað við stöðuna og þróun síðustu daga þá kom þetta ekki á óvart en þetta minnir okkur líka á það að við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Aðspurður hvort smitin séu öll sama afbrigði af veirunni segir Víðir raðgreiningartölur fyrir sýni gærdagsins ekki komnar en það sé í vinnslu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá hafði hann ekki upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem nú eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Skimað hefur verið fyrir veirunni á meðal nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í vikunni eftir að smit greindust hjá starfsfólki HÍ og nemendum í HR. Víðir segir að það sjáist ekki staðfest smit innan háskólanna sjálfra. „En það eru ansi margir nemendur háskólanna, af því það tengist náttúrulega því að meðalaldur fólksins sem er að greinast núna er lægri en hann hefur verið og það er mikið af því háskólanemar en við erum ekki að sjá staðfest smit innan háskólanna, við getum ekki tengt það þannig.“ En tengið þið þessi smit eitthvað við Irishman Pub eða skemmtanalífið? „Þeir sem hafa greinst síðustu þrjá daga, það fjölgar í þeim hópi sem eru með tengingar inn á pöbba í miðbænum og það er alveg um helmingur þeirra sem hafa greinst síðustu daga sem hefur tengingar inn í næturlífið síðasta föstudagskvöldið,“ segir Víðir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. Víðir segist ekki vita til þess að það sé í umræðunni að fara í hertari aðgerðir á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira