Syngur um hve lífið er dýrmætt eftir að læknir kom auga á váboða í golfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 09:00 Herbert Guðmundsson, söngvari, hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Lífið. Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Heilsa Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Heilsa Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira