500 þúsund króna sekt fyrir að óhlýðnast lögreglu um rýmingu vegna snjóflóðahættu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 10:21 Snjóflóðavarnagarðurinn á Flateyri. Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira