Volkswagen íhugar að selja Bugatti til Rimac fyrir lok árs Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. september 2020 07:01 Bugatti Chiron. Volkswagen Group ihugar að selja Bugatti vörumerkið til rafbílaframleiðandans Rimac fyrir lok árs. Salan á að vera liður í samþjöppun vörumerkja Volkswagen. Ætluð sala, hefur ekki formlega verið staðfest ennþá var aðal umræðuefni á stjórnarfundi hjá Volkswagen nýlega. Herbert Diess, stjórnarformaður er bjartsýnn á söluna og að hún klárist fyrir lok ársins, samkvæmt heimildum Germany's Managers Magazin. Herbert Diess, stjórnarformaður Volkswagen Group.Vísir/EPA Til að gera Rimac kleift að kaupa Bugatti er líklegt að Porsche se, erm í eigu Vilkswagen Group auki hlut sinn í Rimac úr 15,5% í um 49%. Það þýðir að einhvern hluta sölunnar er Volkswagen Group, þá í gegnum Porsche að kaupa Bugattia af sjálfu sér. Volkswagen Group mun þá hafa ákveðið ákvörðunarvald þegar kemur að málefnum Bugatti. Bugatti, Porsche og Rimac hafa ekki viljað tjá sig um málið. Undir stjórn Diess er verið að endurskipuleggja Volkswagen Group og dótturfyrirtæki þess með skýr markmið um rafvæðingu samgangna og áherslu á fjöldaframleiðslu. Lúxus merki eins og Bentley, Bugatti og Lamborghini ásamt mótorhjólaframleiðandanum Ducati og hönnunarstofunni Italdesign eru öll til skoðunar. Volkswagen Group er að leitast við að lækka kostnað og gæti því þurft eða viljað skera af sér vörumerki sem kannski skila ekki eins miklum hagnaði og Audi, Volkswagen, Seat og Skoda. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Volkswagen Group ihugar að selja Bugatti vörumerkið til rafbílaframleiðandans Rimac fyrir lok árs. Salan á að vera liður í samþjöppun vörumerkja Volkswagen. Ætluð sala, hefur ekki formlega verið staðfest ennþá var aðal umræðuefni á stjórnarfundi hjá Volkswagen nýlega. Herbert Diess, stjórnarformaður er bjartsýnn á söluna og að hún klárist fyrir lok ársins, samkvæmt heimildum Germany's Managers Magazin. Herbert Diess, stjórnarformaður Volkswagen Group.Vísir/EPA Til að gera Rimac kleift að kaupa Bugatti er líklegt að Porsche se, erm í eigu Vilkswagen Group auki hlut sinn í Rimac úr 15,5% í um 49%. Það þýðir að einhvern hluta sölunnar er Volkswagen Group, þá í gegnum Porsche að kaupa Bugattia af sjálfu sér. Volkswagen Group mun þá hafa ákveðið ákvörðunarvald þegar kemur að málefnum Bugatti. Bugatti, Porsche og Rimac hafa ekki viljað tjá sig um málið. Undir stjórn Diess er verið að endurskipuleggja Volkswagen Group og dótturfyrirtæki þess með skýr markmið um rafvæðingu samgangna og áherslu á fjöldaframleiðslu. Lúxus merki eins og Bentley, Bugatti og Lamborghini ásamt mótorhjólaframleiðandanum Ducati og hönnunarstofunni Italdesign eru öll til skoðunar. Volkswagen Group er að leitast við að lækka kostnað og gæti því þurft eða viljað skera af sér vörumerki sem kannski skila ekki eins miklum hagnaði og Audi, Volkswagen, Seat og Skoda.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent