Hefur nánast séð hvern einasta sveitabæ á landinu á fjörutíu ára ferli Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2020 10:30 Skrifaði sína fyrstu frétt fyrir 41 ári. Þá birtust stafirnir KMU í fyrsta sinn. Kristján Má Unnarsson þekkja flestir en hann fagnir því um þessar mundir að hafa verið í fjölmiðlum í fjörutíu ár. Áhugi hans á fréttum og fólki hefur ekkert minnkað á þessum árum. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Kristjáns á dögunum og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2. „Ég er vaknaður fyrir sex á morgnana og fer þá kannski að vafra um netið og kíki á veðurspána og svona, hvort það sé eitthvað spennandi. Síðan er ég farinn í sund, þar sem ég er í göngufæri við Árbæjarlaug. Það er alveg saman hvernig veðrið er, ég fer alltaf gangandi. Þarna fer aðallega fram svokallað pottaspjall og þarna hittir þú fólk nánast úr öllum stéttum,“ segir Kristján og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir fréttamann að fá þjóðarpúlsinn beint í æð. Fær stundum að heyra það í pottinum „Stundum er þessi þjóðarpúls í laugunum svolítið öðruvísi en það sem maður les á samfélagsmiðlum. Ég er alls ekkert viss um að umræðan í athugasemdarkerfinu endurspegli þjóðarsálina. Þarna er maður oft hundskammaður. Þið helvítis fréttamenn, hvernig látið þið þá komast upp með þetta. Ég verð stundum viðkvæmur fyrir þessu þegar menn gera lítið úr fréttamönnum og kalla þá blaðasnápa og slíkt. Upp til hópa er þetta mjög mikið fagfólk sem vinnur heiðarlega. Ég verð líka stundum svolítið pirraður þegar menn gera lítið úr stjórnmálamönnum. Mín reynsla af stjórnmálamönnum er að þetta er upp til hópa gott og heiðarlegt fólk,“ segir Kristján sem var farinn að skrifa um pólitíkina hér á landi í kringum árið 1980. Kristján byrjaði á Dablaðinu árið 1980. Kristján segist ætla heimsækja hvern einasta sveitabæ á Íslandi og er kominn langt á veg með það verkefni. Árið 1990 var hann búinn að heimsækja alla þéttbýlisstaði landsins. „Konan mín verður stundum svolítið pirruð út í mig þegar við erum að ferðast um landið og ég bið hana um að beygja, þarna sé sveitabær sem ég hef ekki séð,“ segir Kristján léttur sem segist hafa verið í bransanum í um 41 ár. KMU „Það eru svona fjörutíu og eitt ár síðan að stafirnir KMU birtust fyrst undir frétt. Þá var ég reyndar í lausamennsku fyrst að skrifa íþróttafréttir fyrir Dagblaðið.“ Hann var þarna ekki alveg viss um hvað hann ætlaði að verða í framtíðinni og kom til greina að verða flugmaður, verkfræðingur eða viðskiptafræðingur en ofan á varð að gerast fréttamaður. Í upphafi ferilsins var hann sendur í opinbera heimsókn með Vigdísi Finnbogadóttur til Noregs. Kristján Már var ekki lengi að ákveða framtíðarstarfið á sínum tíma, starf fréttamannsins er að hans mati það allra skemmtilegasta sem til er. „Þar stóð ég við hliðiná Ólafi Noregskonungi og hann var að spjalla við okkur íslensku blaðamennina. Þetta var rosalegt og bara eitthvað sem ég hafði heyrt um í ævintýrum og sögum. Þarna var ég að hitta kóng. Kannski þótti mér merkilegast að hitta Thorbjørn Egner og allt í einu var maður búinn að hitta manninn sem samdi Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubærinn og allt þetta. Vá, ég get alveg hugsað mér að verða blaðamaður ef þetta væri það starfið myndi bjóða upp á.“ Það örlar á smá fortíðarþrá í Kristjáni. „Auðvitað er miklu leiðinlegra að vera blaðamaður í dag. Maður varð að fara miklu meira á staðinn á sínum tíma en í dag er blaðamaðurinn mikið til fastur við tölvuna, hann fer voðalega lítið á vettvang.“ Líklega er óhætt að segja að enginn fréttamaður hafi gert jafnmargar sjónvarpsfréttir og Kristján Már en þær eru orðnar mörg þúsund. En á hann sér uppáhalds frétt? „Ég hef farið í mörg gos og það var algjörlega magnað að fylgjast með þessu Holuhraunsgosi. Þarna var búið að vara okkur við eitrinu, þetta var óvenju eitrað gos,“ segir Kristján sem varð 61 árs í vikunni. Hér að neðan má sjá sérstaklega langa útgáfu af Íslandi í dag sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Ísland í dag Tímamót Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Kristján Má Unnarsson þekkja flestir en hann fagnir því um þessar mundir að hafa verið í fjölmiðlum í fjörutíu ár. Áhugi hans á fréttum og fólki hefur ekkert minnkað á þessum árum. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Kristjáns á dögunum og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2. „Ég er vaknaður fyrir sex á morgnana og fer þá kannski að vafra um netið og kíki á veðurspána og svona, hvort það sé eitthvað spennandi. Síðan er ég farinn í sund, þar sem ég er í göngufæri við Árbæjarlaug. Það er alveg saman hvernig veðrið er, ég fer alltaf gangandi. Þarna fer aðallega fram svokallað pottaspjall og þarna hittir þú fólk nánast úr öllum stéttum,“ segir Kristján og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir fréttamann að fá þjóðarpúlsinn beint í æð. Fær stundum að heyra það í pottinum „Stundum er þessi þjóðarpúls í laugunum svolítið öðruvísi en það sem maður les á samfélagsmiðlum. Ég er alls ekkert viss um að umræðan í athugasemdarkerfinu endurspegli þjóðarsálina. Þarna er maður oft hundskammaður. Þið helvítis fréttamenn, hvernig látið þið þá komast upp með þetta. Ég verð stundum viðkvæmur fyrir þessu þegar menn gera lítið úr fréttamönnum og kalla þá blaðasnápa og slíkt. Upp til hópa er þetta mjög mikið fagfólk sem vinnur heiðarlega. Ég verð líka stundum svolítið pirraður þegar menn gera lítið úr stjórnmálamönnum. Mín reynsla af stjórnmálamönnum er að þetta er upp til hópa gott og heiðarlegt fólk,“ segir Kristján sem var farinn að skrifa um pólitíkina hér á landi í kringum árið 1980. Kristján byrjaði á Dablaðinu árið 1980. Kristján segist ætla heimsækja hvern einasta sveitabæ á Íslandi og er kominn langt á veg með það verkefni. Árið 1990 var hann búinn að heimsækja alla þéttbýlisstaði landsins. „Konan mín verður stundum svolítið pirruð út í mig þegar við erum að ferðast um landið og ég bið hana um að beygja, þarna sé sveitabær sem ég hef ekki séð,“ segir Kristján léttur sem segist hafa verið í bransanum í um 41 ár. KMU „Það eru svona fjörutíu og eitt ár síðan að stafirnir KMU birtust fyrst undir frétt. Þá var ég reyndar í lausamennsku fyrst að skrifa íþróttafréttir fyrir Dagblaðið.“ Hann var þarna ekki alveg viss um hvað hann ætlaði að verða í framtíðinni og kom til greina að verða flugmaður, verkfræðingur eða viðskiptafræðingur en ofan á varð að gerast fréttamaður. Í upphafi ferilsins var hann sendur í opinbera heimsókn með Vigdísi Finnbogadóttur til Noregs. Kristján Már var ekki lengi að ákveða framtíðarstarfið á sínum tíma, starf fréttamannsins er að hans mati það allra skemmtilegasta sem til er. „Þar stóð ég við hliðiná Ólafi Noregskonungi og hann var að spjalla við okkur íslensku blaðamennina. Þetta var rosalegt og bara eitthvað sem ég hafði heyrt um í ævintýrum og sögum. Þarna var ég að hitta kóng. Kannski þótti mér merkilegast að hitta Thorbjørn Egner og allt í einu var maður búinn að hitta manninn sem samdi Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubærinn og allt þetta. Vá, ég get alveg hugsað mér að verða blaðamaður ef þetta væri það starfið myndi bjóða upp á.“ Það örlar á smá fortíðarþrá í Kristjáni. „Auðvitað er miklu leiðinlegra að vera blaðamaður í dag. Maður varð að fara miklu meira á staðinn á sínum tíma en í dag er blaðamaðurinn mikið til fastur við tölvuna, hann fer voðalega lítið á vettvang.“ Líklega er óhætt að segja að enginn fréttamaður hafi gert jafnmargar sjónvarpsfréttir og Kristján Már en þær eru orðnar mörg þúsund. En á hann sér uppáhalds frétt? „Ég hef farið í mörg gos og það var algjörlega magnað að fylgjast með þessu Holuhraunsgosi. Þarna var búið að vara okkur við eitrinu, þetta var óvenju eitrað gos,“ segir Kristján sem varð 61 árs í vikunni. Hér að neðan má sjá sérstaklega langa útgáfu af Íslandi í dag sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.
Ísland í dag Tímamót Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira