Myndband: Næsta kynslóð af BMW 2 línunni á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. september 2020 07:00 BMW 2 línan á Nürburgring. Næsta kynslóð af BMW 2 línunni mun verða kynnt eigi seinna en fyrir árslok 2021. Nýtt myndband hefur náðst af M útgáfunni sem líklega verður kölluð M240i á Nürburgring. Myndbandið má sjá í fréttinni. Myndbandið sýnir BMW M240i eða M245i eftir því hvað BMW velur að kalla bílinn, pína dekkin undir bílnum á Norðurslaufunni svokölluðu (Nordschleife) á Nürburgring brautinni. Hærra númerið, M245i gæti orðið fyrir valinu til að undirstrika aflaukningu á milli kynslóða. Enn er ekki ljóst hversu öflug nýja útgáfan sem sést í myndbandinu er. Það er að einhverju leyti erfitt að greina hraða bílsins á myndbandinu. Hljóðin í bílnum skila sér þó vel og gefa til kynna að ökumaðurinn hafi ekki verið að hlífa bílnum mikið. Þá bendir veltibúrið um borð einnig til þess að ætlunin hafi verið að taka vel á bílnum á brautinni. Fjörðunin virðist sérstaklega ætluð til brautaraksturs, enda ansi lítið bil á milli dekkjanna og hjólaskálanna. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent
Næsta kynslóð af BMW 2 línunni mun verða kynnt eigi seinna en fyrir árslok 2021. Nýtt myndband hefur náðst af M útgáfunni sem líklega verður kölluð M240i á Nürburgring. Myndbandið má sjá í fréttinni. Myndbandið sýnir BMW M240i eða M245i eftir því hvað BMW velur að kalla bílinn, pína dekkin undir bílnum á Norðurslaufunni svokölluðu (Nordschleife) á Nürburgring brautinni. Hærra númerið, M245i gæti orðið fyrir valinu til að undirstrika aflaukningu á milli kynslóða. Enn er ekki ljóst hversu öflug nýja útgáfan sem sést í myndbandinu er. Það er að einhverju leyti erfitt að greina hraða bílsins á myndbandinu. Hljóðin í bílnum skila sér þó vel og gefa til kynna að ökumaðurinn hafi ekki verið að hlífa bílnum mikið. Þá bendir veltibúrið um borð einnig til þess að ætlunin hafi verið að taka vel á bílnum á brautinni. Fjörðunin virðist sérstaklega ætluð til brautaraksturs, enda ansi lítið bil á milli dekkjanna og hjólaskálanna.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent