Fótbolti

Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveindís Jane átti frábæran leik í kvöld. Þetta var einungis hennar annar A-landsleikur.
Sveindís Jane átti frábæran leik í kvöld. Þetta var einungis hennar annar A-landsleikur. vísir/vilhelm

„Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld.

„Við vorum mjög góðar í dag. Við hefðum átt skilið þrjú stig. Ég er stolt af stelpunum og frammistöðunni.“

Sveindís segir að plan Íslands hafi gengið fullkomnlega eftir.

„Þetta var allt eins og við vorum búnar að setja upp. Við spiluðum eftir okkar leikplani. Við áttum í erfiðleikum á köflum en unnum okkur inn í hann og gerðum vel.“

Þetta var einungis annar A-landsleikur Sveindísar og hún er þakklát traustið.

„Þetta er klárlega besta lið sem ég hef spilað á móti og erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég er mjög þakklát fyrir traustið.“

„Það er ekkert sjálfsagt að komast í byrjunarliðið. Margar góðar stelpur og þakklát fyrir traustið.“

Mark Íslands í kvöld kom eftir fast leikatriði, nánar tiltekið eftir langt innkast frá Sveindísi, og hún hefur vitað af þessu vopni í nokkurn tíma.

„Ég uppgötvaði þetta í yngri flokkum að ég get kastað svona. Ég notaði þetta þegar ég var yngri og kastaði í markmanninn og inn.“

„Ég er ánægð að geta nýtt þetta svona vel og skora eftir þetta í dag. Það er gott að gefa liðinu auka kraft í innköstunum,“ sagði Sveindís.

Klippa: Besta lið sem ég hef mætt

Tengdar fréttir

Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig

Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld.

Skil ekki hvað hún er að dæma á

Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×