Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39
Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30