Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2020 08:56 Veiði er óðum að ljúka í flestum náttúrulegu laxveiðiánum og lokatölur eru að detta inn þessa dagana. Landssamband Veiðifélaga uppfærði vikulegan lista í gærkvöldi og það er lítið sem kemur þar á óvart. Eystri Rangá er komin í 8.130 laxa eftir líklega rólegustu viku sumarsins en aðstæður tilveiða suma dagana í vikunni voru mjög erfiðar. Engu að síður komu 114 laxar á land sem verður bara að teljast gott. Ytri Rangá er með 2.461 lax í öðru sæti listans og Miðfjarðará toppar aðrar sjálfbærar ár og er með 1.705 laxa í þriðja sætinu. Lokatölur bættust við úr Haffjarðará með 1.126 laxa, Norðurá með 979 laxa, Laxá á Ásum 675 laxar og Laxá í Aðaldal með 382 laxa sem er lélegasta veiði í ánni frá upphafi samantektar á veiðitölum frá 1974. Það er alveg ljóst að það er eitthvað mikið að í dalnum. Veiði er ekki lokið í hafbeitaránum Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affalli og Þverá í Fljótshlíð og verður veitt í þeim í tæpar fjórar vikur í viðbót en þessir síðustu dagar í þessum ám eru oft drjúgir ef veiðimenn eru heppnir með veður. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Gott vatnsár framundan í Langá Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Fer yfir 800 laxa í dag Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði
Veiði er óðum að ljúka í flestum náttúrulegu laxveiðiánum og lokatölur eru að detta inn þessa dagana. Landssamband Veiðifélaga uppfærði vikulegan lista í gærkvöldi og það er lítið sem kemur þar á óvart. Eystri Rangá er komin í 8.130 laxa eftir líklega rólegustu viku sumarsins en aðstæður tilveiða suma dagana í vikunni voru mjög erfiðar. Engu að síður komu 114 laxar á land sem verður bara að teljast gott. Ytri Rangá er með 2.461 lax í öðru sæti listans og Miðfjarðará toppar aðrar sjálfbærar ár og er með 1.705 laxa í þriðja sætinu. Lokatölur bættust við úr Haffjarðará með 1.126 laxa, Norðurá með 979 laxa, Laxá á Ásum 675 laxar og Laxá í Aðaldal með 382 laxa sem er lélegasta veiði í ánni frá upphafi samantektar á veiðitölum frá 1974. Það er alveg ljóst að það er eitthvað mikið að í dalnum. Veiði er ekki lokið í hafbeitaránum Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affalli og Þverá í Fljótshlíð og verður veitt í þeim í tæpar fjórar vikur í viðbót en þessir síðustu dagar í þessum ám eru oft drjúgir ef veiðimenn eru heppnir með veður. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Gott vatnsár framundan í Langá Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Fer yfir 800 laxa í dag Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði