SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2020 17:43 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir. vísir/vilhelm Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Líkur hafa aukist á að lífskjarasamningunum verði sagt upp eftir að forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins klofnaði í afstöðu sinni. Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. „Samtökum atvinnulífsins er heimilt að segja kjarasamningum upp um komandi mánaðamót komi verkalýðshreyfingin ekki til móts við atvinnulífið og aðlagi kjarasamninga að gjörbreyttri stöðu efnahagsmála.“ Í dag fundaði forsendunefnd um hvort forsendur samninganna stæðust en nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir mánaðamót. Nú síðdegis sendi Alþýðusamband Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að sambandið telji forsendur hafa staðist. Lífskjarasamningarnir hvíli á þremur forsendum sem allar hafi staðist í megindráttum. Í fyrsta lagi bendir ASÍ á kaupmátt launa sem hafi aukist um 4,8% það sem af er samningstíma, í öðru lagi á lækkun stýrivaxta en þeir hafa lækkað úr 4,5% í 1% það sem af er samningstíma og að lokum er bent á tímasett loforð stjórnvalda sem hafi staðist fyrir utan ákvæði um bann við 40 ára verðtryggðum lánum. Þau rök sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram eru meðal annars að nú sé gert ráð fyrir að landsframleiðslan verði 300 milljörðum króna lægri á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. Samtökin segja augljóst að engar forsendur séu fyrir hækkun launakostnaðar í atvinnulífinu. SA vill fresta launahækkunum og lengja kjarasamninga. Þannig verði hægt að fresta öllum dagsetningum samninganna sem nemur lengingunni. Árið sé farið forgörðum og að atvinnulífið og launafólk þurfi að bíða storminn af sér í sameiningu. Sú nálgun rími vel við aðrar aðgerðir sem gripið hafi verið til vegna faraldursins.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira