Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 13:24 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan. Umhverfismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira