„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 13:17 Víðir Reynisson segir það miður að samkomutakmarkanir á krám og skemmtistöðum hafi ekki skilað árangri. Höfuðborgarsvæðið sé nú á rauðu hættustigi sem þýði að aðgerða sé þörf. Vísir/Vilhelm „Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
„Ef maður skoðar þetta þá er ekkert sem bendir til þess að það séu einhverjar breytingar,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, um nýjustu tölur yfir fjölda kórónuveirusmita í dag. Tuttugu greindust í dag, sem er nokkuð minna en undanfarna daga, en Víðir segir það skýrast af færri sýnum. „Það er engin sérstök ástæða til að fagna einhverju. Við erum bara enn með áhyggjur af því að faraldurinn sé enn í vexti og nú erum við farin að sjá það sem við spáðum fyrir um helgina og alvarlegri tilfelli farin að greinast,“ segir hann en líkt og greint var frá í morgun liggur karlmaður á sextugsaldri á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél vegna kórónuveirusmits. Víðtækari samkomutakmarkanir Víðir útskýrir að á höfuðborgarsvæðinu sé rautt hættustig í gildi, sem þýði að verið sé að íhuga að grípa til frekari aðgerða. Hann bendir á að því hafi litlu skilað að loka skemmtistöðum og krám og því sé ekki hægt að útiloka að samkomutakmarkanir muni ná til fleiri staða. „Við erum ekki komin fyrir vind í þessu og ef við skoðum tímalínuna í þessu að þá eru tíu dagar síðan við fórum af stað með lokuðum krám og skemmtistöðum og vorum með mikinn áróður í að við hertum okkar persónubundnu smitvarnir, sem er lykillinn í þessu. Þess vegna er það áhyggjuefni að við séum ekki farinn að sjá neinn árangur af þessum aðgerðum níu dögum seinna.“ Ákvörðun um næstu skref muni væntanlega liggja fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari með hertum aðgerðum, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Víðir. Runólfur Pálsson er yfirmaður á covid-göngudeild Landspítalans. Yfir fjögur hundruð manns eru í eftirliti á deildinni í dag. Mikið álag á göngudeild Líkt og greint hefur verið frá hefur álag á Landspítala aukist jafnt og þétt. Á annað hundrað starfsmenn spítala eru í einangrun eða sóttkví og ríflega fjögur hundruð manns eru í eftirliti á göngudeild covid-deildar spítalans. „Það var ansi mikið álag í gær og það hefur verið vaxandi álag undanfarna daga í takt við aukinn fjölda smitaðra einstaklinga sem hafa greinst og það er nokkuð sem var viðbúið þannig að við sjáum hvernig dagurinn verður í dag,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.Hann segir deildina ágætlega í stakk búna til að takast á við aukinn fjölda. „Við lærðum af því að fást við fyrstu bylgjuna þannig að við höfum verið undirbúin fyrir þetta og fylgjumst náið með fjölgun smita. Við aukum við mannafla deildarinnar eins og þörf krefur hverju sinni og höfum undirbúið okkur fyrir enn meiri fjölda.“ Runólfur segir stöðuna á Landspítalanum í heild hins vegar áhyggjuefni. „Staðan er erfið, enda ekki við öðru að búast því við erum með hátt í tvö hundruð einstaklinga í sóttkví til viðbótar við á fjórða tug starfsmanna sem eru smitaðir. Þannig að vissulega hefur það áhrif en við verðum að takast á við það eins og annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira