Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. september 2020 20:14 Drífa Snædal forseti ASÍ segist ekki tilbúin til að taka þátt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins komi þau ekki til móts við ASÍ. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki. Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
„Þetta er snúin staða. Mér sýnist á öllu að Alþýðusamband Íslands sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál. Þá standa eftir Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, sem eru sannarlega í samtali núna, sem hófst í ráðherrabústaðnum fyrr í dag,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja SA um riftun Lífskjarasamninga. Halldór Benjamín segir í viðtali við RÚV að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Hann geri þó ráð fyrir því að stjórnvöld vilji, líkt og samtökin, leita leiða til þess að milda það högg sem kórónuveiran hefur veitt íslenskum vinnumarkaði. Halldór segir að markmið viðræðna aðila að samningunum og stjórnvalda sé að ná fram sveigjanleika til að standa undir þeim kjarasamningum sem atvinnulífið hafi undirgengist. „En því miður hafa viðræður okkar við Alþýðusambandið engu skilað, og liggur ábyrgðin núna hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan aðildarfyrirtækja SA færi fram seinni partinn á morgun. Morguninn færi því í samtöl við stjórnvöld um stöðuna sem nú er uppi. Ógerlegt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það versta sem nú sé hægt að gera sé að skerða laun fólks. „Ég held að þessi ummæli dæmi sig algerlega sjálf. Við höfum fært rök fyrir því að það versta sem hægt sé að gera núna sé að skerða kjör fólks sem virðist vera ætlun Samtaka atvinnulífsins,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir Samtök atvinnulífsins hafi viljað byrja allar umræður og öll samtöl með þær forsendur fyrir sjónum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin geti ekki tekið þátt í. „SA hefur farið inn í umræðuna með það að markmiði að frysta og jafnvel skerða laun lægst launaða fólksins á atvinnumarkaði og við tökum ekki þátt í því,“ segir Drífa. Þá sé það ekki rétt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld standi ein eftir í viðræðum. ASÍ hafi tekið þátt í samtölum og sé enn tilbúið til að gera. „Nei, við höfum átt í samtölum við stjórnvöld þar sem ýmislegt er í gangi. Við höfum líka sagt að við séum til í samtal um ýmsar útfærslur en við göngum ekki inn í það þegar SA ætla ekki að koma til móts við okkur. Við erum ekki til í viðræður á þeim forsendum.“ Þá segir hún ekki hægt að Samtök atvinnulífsins taki sér alræðisvald í hvað sé skynsöm hagfræði og hvað ekki.
Kjaramál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira