Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Þórunn Antonía og Hjalti Haraldsson héldu upp á afmæli dóttur sinnar um helgina.
„Fjölskyldur eru allskonar. Húrra fyrir Freyju Sóley 6 ára! Vinátta samstaða og kærleikur í fyrirrúmi.“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skellti sér í fjallgöngu um helgina í góðra vina hópi.
Víkingur Heiðar Ólafsson fékk á dögunum afhenta gullplötu fyrir sölu á plötunni Johann Sebastian Bach. Platan hefur selst í yfir 2.500 eintökum á Íslandi frá því hún kom út árið 2018 og fær því viðurkenningu sem er staðfest af Félagi hljómplötuframleiðenda.
Eliza Reid forsetafrú mætti á frumsýningu á Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Arnmundur Ernst leikari, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson stilltu sér upp á mynd með forsetafrúnni.
Dansdrottningin Ástrós Traustadóttir birti fallega skvísumynd.
Ebba Guðný fékk að leika lítið aukahlutverk í Eurogarðinum og rifjar upp þann dag í tilefni frumsýningarinnar í gærkvöldi.
Sunneva Einars tók skemmtilega speglasjálfu.
Ísdrottningin Ásdís Rán dugleg í ræktinni Búlgaríu.
Leikkonan Kristín Pétursdóttir með fallega sunnudagsmynd.
Björn Ingi passar loks í Stjörnutreyjuna sem Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, gaf honum fyrir mörgum árum.
Rúrik Gíslason hefur verið að ferðast um landið síðustu daga.
Kærastan Nathalia að sjálfsögðu með í för.
Samfélagsmiðlastjarnan Katrín Kristinsdóttir birti fallega sumarmynd um haustið.
Þær Nadía Sif og Lára Clausen halda áfram að vera virkar á Instagram. Þær vöktu heimsathygli eftir að hafa farið upp á hótelherbergi með ensku landsliðsmönnunum Mason Greenwood og Phil Foden.
Tískudrottningin Fanney Ingvarsdóttir er komin 37 vikur á leið.
Elísabet Gunnars kom til Íslands til þess að mæta á frumsýninguna. Alba dóttir hennar býr á Íslandi eins og er þar sem hún fer með hlutverk í sýningunni. Mamman útgrátin yfir frumraun hennar á stóra sviðinu.
Andri Snær Magnason frumsýndi mynd sína Þriðji póllinn á RIFF.
Páll Óskar fór á kostum með Siggu Beinteins og Ingó í þættinum Í kvöld er gigg á Stöð 2.
Pattra Sriyanonge heldur áfram að njóta lífsins í Tyrklandi.