Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2020 12:54 Línuskipið Valdimar GK. Vísir/Vilhelm Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59
„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00
Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10