Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2020 12:54 Línuskipið Valdimar GK. Vísir/Vilhelm Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59
„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00
Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10