Skipstjóranum létt þegar almannavarnir tóku yfir Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2020 12:54 Línuskipið Valdimar GK. Vísir/Vilhelm Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Útgerðarstjóri Þorbjarnar hf, sem gerir út línuskipið Valdimar GK, segir að skipstjóra Valdimars hafi létt mjög við skýra leiðsögn frá almannavörnum eftir að allir skipverjar um borð greindust með kórónuveiruna. Tveir skipverjanna eru orðnir talsvert veikir. Fjórtán skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna í gær eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík. Skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði. Þá fóru nokkrir skipverjar í land á Djúpavogi 22. september og eru tveir bæjarbúar nú í sóttkví vegna þess. Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar Hf sem gerir út Valdimar GK, segir í samtali við fréttastofu að á laugardag hafi verið orðið ljóst í hvað stefndi. „Á laugardaginn er niðurstaðan orðin sú að þetta er orðið að veruleika. Áhafnarmeðlimur sem hafði farið í frí í túrnum, var á leiðinni heim, hafði verið sendur í skimun og kom í ljós að hann var með jákvætt [sýni]. Það stressaði mann svolítið upp.“ Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um leið og hann tók eftir veikindum skipverjanna. Almannavarnir tóku þá yfir verkefnið og veittu leiðsögn. Skipið sigldi síðan til hafnar aðfaranótt sunnudags og allir skipverjar fóru í sýnatöku. Hrannar segir viðbrögð almannavarna til fyrirmyndar. „Við heyrðum það á skipstjóranum að honum var mjög létt þegar það kemur, að hann fær settar reglur um hvað hann á að gera og hvernig eigi að gera það,“ segir Hrannar. „Ég er rosalega ánægður með viðbrögð allra; landlæknis, Landhelgisgæslunnar, HSS, hvað þau eru öll fljót að bregðast við fyrir okkar hönd. Hvernig þau taka þetta að sér og leiða þetta áfram. Það er mjög gott að vera með þetta á bak við sig. Það eru allir tilbúnir að hjálpa eins og mögulegt er.“ Sex skipverjar á sóttvarnarheimili Þá segir Hrannar að skipverjarnir séu misveikir. Tveir þeirra séu talsvert veikari en aðrir en þó ekki alvarlega; þeir hafi misst lyktar- og bragðskyn og fengið beinverki. Sumir séu jafnframt enn alveg einkennalausir. „Eftir því sem mér skildist voru tveir sem voru verri en aðrir um borð. Það voru sex sem sýndu alveg augljós einkenni en allir eru smitaðir,“ segir Hrannar. Allir skipverjarnir eru nú komnir undir eftirlit heilbrigðisstarfsfólks. Sex eru í einangrun á sóttvarnarheimili en aðrir í einangrun heima hjá sér, að sögn Hrannars. „Þetta er samstillt og góð áhöfn sem þeir hafa verið og þeir passa vel upp á sig og sína. Og það sést augljóslega þarna hvað þeir gera þetta vel.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Erfiðar aðstæður Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að sýking um borð í skipi sé sérstaklega varhugarverð. „Þetta eru mjög erfiðar aðstæður og í sjálfu sér mjög lítið sem menn geta gert til að draga úr smithættu sín á milli. Þarna eru menn bara fastir við það að leysa það verkefni sem þeir eru í við að taka veiðafærin og taka aflann og koma sér síðan í land,“ segir Víðir. „Þetta eru lítil rými og margir snertifletir og ýmislegt sem eykur á smithættuna sem kemur síðan þessi niðurstaða í. Þarna gerðu menn allt sem þeir gátu til að reyna að forða smitum á milli manna. Þeir áttuðu sig alveg á því í hvaða aðstæðum þeir voru en það dugði bara ekki til í þessu og sýnir okkur bara enn og aftur hvað þessi veira er smitandi og lævís.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59 „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. 28. september 2020 11:59
„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00
Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent