„Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. september 2020 12:49 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. „Þetta er sennilega það sem mun skipta mestu máli í þessari bylgju: Ef þú ert með eitthvað af þessum einkennum sem við höfum margoft talað um; hálsbólgu hausverk og svo framvegis, hafðu þá samband við heilsugæsluna þína, fáðu sýnatöku og bíddu eftir niðurstöðunni áður en þú ferð aftur á meðal fólks.“ Víðir og smitrakingarteymið hefur átt fullt í fangi með að hafa uppi á fólki sem útsett er fyrir smiti og koma því í sóttkví. Sá fjöldi er gríðarlegur en samkvæmt tölum dagsins eru 1.897 í sóttkví. Þá hefur á stundum reynst erfitt að rekja nokkrar sýkingarnar. Engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir Hið jákvæða við tölur dagsins í gær er þó aukið hlutfall þeirra sem greinast með veiruna sem eru í sóttkví en 34 af 39 sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. „Við erum búin að vera að funda hérna í morgun með sóttvarnalækni og rýna í tölurnar og kafa aðeins dýpra í ákveðna tölfræði og reyna að átta okkur á því hvað samfélagslegt smit er mikið. Það voru auðvitað heldur fleiri í sóttkví en verið hefur þannig að hlutfallið er hærra síðustu daga sem er mjög jákvætt. Síðan höfum við verið að skoða þessar handahófskenndu skimanir, hingað og þangað, og ekki margir eru að greinast þar. Kannski er þetta merki um að við séum að ná utan um þetta en við viljum hafa allan varann á næstu dagana og meta stöðuna kannski aftur á miðvikudaginn en það eru allavega engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir.“ Víðir segir það of einkennandi fyrir þriðju bylgju faraldursins að fólk sé úti á meðal fólks þrátt fyrir að vera með einkenni. „Við erum með allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið á ferðinni veikir; farið í vinnuna, farið skólann og eru með kvef og hálsbólgu og halda að þetta sé ekki neitt neitt og svo greinast þeir með Covid-19.“ Hafandi hitt „ótrúlegan fjölda fólks“ fyrir jákvæða niðurstöðu þurfi fjölmargir að fara í sóttkví vegna framgöngunnar. Fólk verði að átta sig á að líf á tímum faraldurs sé annar veruleiki og þá gildi aðrar reglur. Býst við fleiri sjúkrahúsinnlögnum á næstu dögum Nú liggja fimm inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af er einn á gjörgæslu. „Það er enginn lagður inn á sjúkrahús nema menn séu töluvert mikið veikir.“ Í ljósi þess að aðallega ungt fólk í skemmtanalífinu og í háskólum hefur smitast í þriðju bylgju var Víðir spurður á hvaða aldri fólkið væri sem þyrfti nú sjúkrahúsinnlögn. „Það er fólk á öllum aldri sem hefur þurft innlögn núna.“ Víðir segir að í ljósi þess hversu margir séu nú smitaðir muni þeim fjölga sem þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Þetta er svo sem eins og bæði við og sérfræðingar Landspítalans höfum sagt að þá myndi ástandið fara að þyngjast núna eftir helgi og má búast við fleiri innlögnum næstu daga miðað við þann fjölda sem er í einangrun. Við sjáum bara að það verður ákveðið hlutfall þeirra sem eru með veiruna sem þurfa á endanum spítalainnlögn. Tölurnar núna í haust hafa verið um 2% en það má búast við að það muni fjölga ennþá í þeim hópi sem þurfi innlögn, því miður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Tuttugu greindust með kórónuveiruna í dag. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir þróunina áhyggjuefni. 27. september 2020 13:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum, virtist mikið niðri fyrir þegar hann brýndi fyrir fólki, í hádegisfréttum Bylgjunnar, að halda sig heima fái það einkenni Covid -19. Í raun ætti það að líta á það sem svo að það sé í einangrun. „Þetta er sennilega það sem mun skipta mestu máli í þessari bylgju: Ef þú ert með eitthvað af þessum einkennum sem við höfum margoft talað um; hálsbólgu hausverk og svo framvegis, hafðu þá samband við heilsugæsluna þína, fáðu sýnatöku og bíddu eftir niðurstöðunni áður en þú ferð aftur á meðal fólks.“ Víðir og smitrakingarteymið hefur átt fullt í fangi með að hafa uppi á fólki sem útsett er fyrir smiti og koma því í sóttkví. Sá fjöldi er gríðarlegur en samkvæmt tölum dagsins eru 1.897 í sóttkví. Þá hefur á stundum reynst erfitt að rekja nokkrar sýkingarnar. Engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir Hið jákvæða við tölur dagsins í gær er þó aukið hlutfall þeirra sem greinast með veiruna sem eru í sóttkví en 34 af 39 sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. „Við erum búin að vera að funda hérna í morgun með sóttvarnalækni og rýna í tölurnar og kafa aðeins dýpra í ákveðna tölfræði og reyna að átta okkur á því hvað samfélagslegt smit er mikið. Það voru auðvitað heldur fleiri í sóttkví en verið hefur þannig að hlutfallið er hærra síðustu daga sem er mjög jákvætt. Síðan höfum við verið að skoða þessar handahófskenndu skimanir, hingað og þangað, og ekki margir eru að greinast þar. Kannski er þetta merki um að við séum að ná utan um þetta en við viljum hafa allan varann á næstu dagana og meta stöðuna kannski aftur á miðvikudaginn en það eru allavega engar tillögur á borðinu um hertar aðgerðir.“ Víðir segir það of einkennandi fyrir þriðju bylgju faraldursins að fólk sé úti á meðal fólks þrátt fyrir að vera með einkenni. „Við erum með allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið á ferðinni veikir; farið í vinnuna, farið skólann og eru með kvef og hálsbólgu og halda að þetta sé ekki neitt neitt og svo greinast þeir með Covid-19.“ Hafandi hitt „ótrúlegan fjölda fólks“ fyrir jákvæða niðurstöðu þurfi fjölmargir að fara í sóttkví vegna framgöngunnar. Fólk verði að átta sig á að líf á tímum faraldurs sé annar veruleiki og þá gildi aðrar reglur. Býst við fleiri sjúkrahúsinnlögnum á næstu dögum Nú liggja fimm inni á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af er einn á gjörgæslu. „Það er enginn lagður inn á sjúkrahús nema menn séu töluvert mikið veikir.“ Í ljósi þess að aðallega ungt fólk í skemmtanalífinu og í háskólum hefur smitast í þriðju bylgju var Víðir spurður á hvaða aldri fólkið væri sem þyrfti nú sjúkrahúsinnlögn. „Það er fólk á öllum aldri sem hefur þurft innlögn núna.“ Víðir segir að í ljósi þess hversu margir séu nú smitaðir muni þeim fjölga sem þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Þetta er svo sem eins og bæði við og sérfræðingar Landspítalans höfum sagt að þá myndi ástandið fara að þyngjast núna eftir helgi og má búast við fleiri innlögnum næstu daga miðað við þann fjölda sem er í einangrun. Við sjáum bara að það verður ákveðið hlutfall þeirra sem eru með veiruna sem þurfa á endanum spítalainnlögn. Tölurnar núna í haust hafa verið um 2% en það má búast við að það muni fjölga ennþá í þeim hópi sem þurfi innlögn, því miður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00 Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 „Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Tuttugu greindust með kórónuveiruna í dag. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir þróunina áhyggjuefni. 27. september 2020 13:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. 28. september 2020 08:00
Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00
„Kannski þurfa skilaboðin að vera sterkari“ Tuttugu greindust með kórónuveiruna í dag. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir þróunina áhyggjuefni. 27. september 2020 13:17