Hvenær ársins er best að fella aspir? Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 07:01 Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu þá nýlaufguð. Getty Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“ Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“
Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira