Prófessor segir jafna skiptingu í fæðingarorlofi mikið framfaraskref Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. september 2020 15:31 Breytingar verða gerðar á fæðingarorlofi um áramótin. Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum. Vísir/Vilhelm Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“ Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“
Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01
Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30