Skreytum hús: Viltu breyta heima hjá þér? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. september 2020 10:57 Soffía Dögg Garðarsdóttir eigandi síðunnar Skreytum hús auglýsir eftir þátttakendum í nýjan hönnunarþátt sem verður sýndur á Vísi og Stöð 2 maraþon. Vilhelm/Vísir Á næstunni fer í loftið nýr hönnunarþáttur hér á Vísi og Stöð 2 Maraþon. Hann heitir Skreytum hús og er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur. Farin er af stað leit að þátttakendum en hægt er að skrá sig til leiks á netfanginu skreytumhus@stod2.is. „Ég legg mikla áherslu á það að nýta það sem er til fyrir, endurvinna og endurnýta. Í þáttunum munum við ekki einblína bara á einhverja hönnun heldur sýna fólki hvað er hægt að gera fallegt í kringum sig án mikils tilkostnaðar,“ segir Soffía Dögg. Soffía Dögg er blómaskreytir og mikill fagurkeri en hún hefur haldið úti síðunni Skreytum hús frá árinu 2010. Á síðunni er farið yfir víðan völl og sýnir Soffía meðal annars sniðugar lausnir til breytinga og skreytinga, innlit í verslanir ásamt persónulegra efni. Skreytum hús er með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og telur hópurinn á Facebook yfir 70.000 meðlimi og hópurinn á Instagram tæplega 12.000. Hér sýnir Soffía hvernig hún notar hillu úr Rúmfatalagernum og breytir henni þannig að úr verður vegleg hillueining.Aðsend mynd „Það er gamall draumur að rætast hjá mér að fá tækifæri til þess að færa þetta yfir á nýjan miðil og gera þessa þætti,“ segir Soffía en þættirnir verða sýndir bæði á Vísi og Stöð 2 maraþon. Núna erum við á fullu að leita eftir skemmtilegu fólki til að vera með í þáttunum en þeir munu snúast um það að ég aðstoða fólk við að breyta og endurhanna rými á heimili sínu og gefa því nýtt líf. Soffía segir það mikilvægt að fólk átti sig á því að það þarf ekki alltaf að kosta miklu til við endurhönnun rýmis eða breytingar heima fyrir. Í þáttunum ætli hún að einblína á það að hjálpa fólki að finna sinn persónulega stíl frekar en að hlaupa á eftir tískubylgjum. „Þetta byggist rosalega mikið á sömu forsendum og ég hef unnið með á síðunni minni, Skreytum hús. Vinnan mín snýst um það að ég er að hjálpa fólki að byggja upp sinn eigin stíl í stað þess að skipta öllu út.“ Við endurhönnun og breytingar á rýmum, segist Soffía ætla að leitast við það að nota það sem til er fyrir og ekki leggja áherslu á að kaupa nýja hluti. Ég legg mikla áherslu á það að nýta það sem er til fyrir, endurvinna og endurnýta. Ég mun ekki bara einblína á einhverja hönnun heldur sýna fólki hvað er hægt að gera fallegt í kringum sig án mikils tilkostnaðar. Stundum er þetta bara þessi smá herslumunur sem þarf til og fólk á kannski erfitt með að sjá fyrir sér. Fyrir og eftir myndir af svefnherbergi sem Soffía aðstoðaði við að endurhanna. Aðsend mynd Aðspurð hvernig þátttakendum hún sé að leita eftir í þættina, segir hún að öllum sé velkomið að sækja um. „Við erum að leita eftir þátttakendum í sex þætti til að byrja með og viljum við reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Mig langar að taka fyrir ólík rými eins og eldhús, svefnherbergi, stofu, sjónvarpshol og bara öll þau rými sem finnast inni á heimilum.“ Í þáttunum er ekki lögð áhersla á stórar framkvæmdir eða kostnaðarsamar breytingar og segir Soffía það oft mikinn misskilning að það þurfi að endurnýja allt til að ná fram miklum breytingum. „Sem dæmi þá var ég að hjálpa konu um daginn við stofuna sína. Hún skrapp aðeins í burtu og þegar hún kom til baka var ég búin. Hún varð hálf klökk þegar hún kom til baka og ég varð aðeins stressuð um að hún væri ekki ánægð með breytinguna. En svo kom í ljós að henni fannst þetta allt svo fallegt og var svo glöð að ég notaðist við það sem hún átti fyrir. Ég rammaði það bara inn á nýjan hátt. En þetta voru allt hennar hlutir, persónulegir og með sögu. Þetta er kannski það sem mér finnst mikilvægast að fólk sjái, að ég geti aðstoðað með þetta.“ Hér sýnir Soffía hvernig hún vinnur hugmyndavinnuna til að sýna hvernig rýmið mun líta út. Aðsend mynd Soffía hefur alltaf verið mikill fagurkeri og er útskrifuð af blómaskreytingabraut hjá Garðyrkjuskóla Ríkisins, sem nú heitir Landbúnaðarháskólinn. Ég hef aldrei verið að bjóða aðstoð mína fram sem neitt annað en það sem ég er. Ég er ekki arkitekt eða innanhúshönnuður og hef aldrei unnið þannig vinnu. Ég myndi sem dæmi ekki fara í það að teikna upp eldhús eða innréttingar. En ég hjálpa fólki við að hanna og skapa persónulegt rými og finna sinn stíl. „Ég hef í rauninni alltaf verið í þessu að raða upp og breyta, alveg frá því að ég var lítil. Herbergið mitt var eins og hringekja. Ég sagði góða nótt við mömmu og pabba og svo þegar þau vöknuðu daginn eftir var ég búin að breyta öllu í herberginu mínu.“ Minnimáttarkennd gagnvart Instagram og Pinterest Oft hefur verið talað um að á Íslandi sé einstaklega mikil hjarðhegðun varðandi kaup á innbúi og innanhússhönnun en Soffía segir það í raun alls ekki vera neitt nýtt á nálinni. „Ég held að ástæðan fyrir því að það er mikið talað um hjarðhegðun í dag sé sú að við sjáum miklu meira inn á heimili núna en við gerðum áður. Ef við lítum aftur í tímann og skoðum til dæmis gamlar myndir, þá var þetta alveg eins hér áður fyrr. Það voru alveg sömu hlutir inn á heimilunum þá líkt og er nú. Þetta er allt bara miklu sýnilegra í dag. Svo búum við líka á litlu landi og þrátt fyrir að við séum með mikið af fallegum búðum þá er úrvalið kannski ekki svo fjölbreytt.“ Á samfélagsmiðlum er mikið um fagurskreytt og stíliseruð heimili og segir Soffía að það gæti vel verið að fólk geti fengið ákveðna minnimáttarkennd fyrir þessum Instagram og Pinterest heimilum. Ég ráðlegg fólki alltaf að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst fallegt og hugsa sjálft um hvað það er sem heillar það. Ef þú ert sem dæmi að fíla postulínsdúkkur þá skaltu bara hafa postulínsdúkkur heima hjá þér. En að sama skapi á fólk heldur ekki að hafa eitthvað samviskubit yfir því að kaupa það sem er í tísku, það er líka bara gott og blessað. „Það sem ég er að gera heima hjá mér höfðar alls ekki til allra en það er minn stíll og það sem mér finnst fallegt. Svo get ég verið að hjálpa fólki við að gera allt annað heima hjá þeim.“ Að lokum hvetur Soffía alla þá sem hafa áhuga á því að verða þátttakendur í þáttunum að senda tölvupóst á netfangið: skreytumhus@stod2.is. Hús og heimili Skreytum hús Tengdar fréttir „Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa“ Sædís Ýr Jónasdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún segir að fólk ætti að hugsa meira áður en það verslar flíkur. Heimsfaraldurinn hefur flækt næstu skref fyrir Sædísi en hún ætlar að nýta tímann til þess að safna. 8. september 2020 15:00 Hettupeysa sem verður að mold eftir að notkun lýkur Breska tilraunafatamerkið Vollebak hefur framleitt sjálfbæra hettupeysu úr tröllatré (eucalyptus) en litunin á sjálfu efninu er unnin með granateplum. Hettupeysan er hönnuð með þann eiginleika að hún brotnar niður í náttúrunni og er því jarðgeranleg (compostable) eftir að notkun hennar líkur. 7. september 2020 20:00 Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. 2. september 2020 13:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Á næstunni fer í loftið nýr hönnunarþáttur hér á Vísi og Stöð 2 Maraþon. Hann heitir Skreytum hús og er í umsjón Soffíu Daggar Garðarsdóttur. Farin er af stað leit að þátttakendum en hægt er að skrá sig til leiks á netfanginu skreytumhus@stod2.is. „Ég legg mikla áherslu á það að nýta það sem er til fyrir, endurvinna og endurnýta. Í þáttunum munum við ekki einblína bara á einhverja hönnun heldur sýna fólki hvað er hægt að gera fallegt í kringum sig án mikils tilkostnaðar,“ segir Soffía Dögg. Soffía Dögg er blómaskreytir og mikill fagurkeri en hún hefur haldið úti síðunni Skreytum hús frá árinu 2010. Á síðunni er farið yfir víðan völl og sýnir Soffía meðal annars sniðugar lausnir til breytinga og skreytinga, innlit í verslanir ásamt persónulegra efni. Skreytum hús er með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og telur hópurinn á Facebook yfir 70.000 meðlimi og hópurinn á Instagram tæplega 12.000. Hér sýnir Soffía hvernig hún notar hillu úr Rúmfatalagernum og breytir henni þannig að úr verður vegleg hillueining.Aðsend mynd „Það er gamall draumur að rætast hjá mér að fá tækifæri til þess að færa þetta yfir á nýjan miðil og gera þessa þætti,“ segir Soffía en þættirnir verða sýndir bæði á Vísi og Stöð 2 maraþon. Núna erum við á fullu að leita eftir skemmtilegu fólki til að vera með í þáttunum en þeir munu snúast um það að ég aðstoða fólk við að breyta og endurhanna rými á heimili sínu og gefa því nýtt líf. Soffía segir það mikilvægt að fólk átti sig á því að það þarf ekki alltaf að kosta miklu til við endurhönnun rýmis eða breytingar heima fyrir. Í þáttunum ætli hún að einblína á það að hjálpa fólki að finna sinn persónulega stíl frekar en að hlaupa á eftir tískubylgjum. „Þetta byggist rosalega mikið á sömu forsendum og ég hef unnið með á síðunni minni, Skreytum hús. Vinnan mín snýst um það að ég er að hjálpa fólki að byggja upp sinn eigin stíl í stað þess að skipta öllu út.“ Við endurhönnun og breytingar á rýmum, segist Soffía ætla að leitast við það að nota það sem til er fyrir og ekki leggja áherslu á að kaupa nýja hluti. Ég legg mikla áherslu á það að nýta það sem er til fyrir, endurvinna og endurnýta. Ég mun ekki bara einblína á einhverja hönnun heldur sýna fólki hvað er hægt að gera fallegt í kringum sig án mikils tilkostnaðar. Stundum er þetta bara þessi smá herslumunur sem þarf til og fólk á kannski erfitt með að sjá fyrir sér. Fyrir og eftir myndir af svefnherbergi sem Soffía aðstoðaði við að endurhanna. Aðsend mynd Aðspurð hvernig þátttakendum hún sé að leita eftir í þættina, segir hún að öllum sé velkomið að sækja um. „Við erum að leita eftir þátttakendum í sex þætti til að byrja með og viljum við reyna að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Mig langar að taka fyrir ólík rými eins og eldhús, svefnherbergi, stofu, sjónvarpshol og bara öll þau rými sem finnast inni á heimilum.“ Í þáttunum er ekki lögð áhersla á stórar framkvæmdir eða kostnaðarsamar breytingar og segir Soffía það oft mikinn misskilning að það þurfi að endurnýja allt til að ná fram miklum breytingum. „Sem dæmi þá var ég að hjálpa konu um daginn við stofuna sína. Hún skrapp aðeins í burtu og þegar hún kom til baka var ég búin. Hún varð hálf klökk þegar hún kom til baka og ég varð aðeins stressuð um að hún væri ekki ánægð með breytinguna. En svo kom í ljós að henni fannst þetta allt svo fallegt og var svo glöð að ég notaðist við það sem hún átti fyrir. Ég rammaði það bara inn á nýjan hátt. En þetta voru allt hennar hlutir, persónulegir og með sögu. Þetta er kannski það sem mér finnst mikilvægast að fólk sjái, að ég geti aðstoðað með þetta.“ Hér sýnir Soffía hvernig hún vinnur hugmyndavinnuna til að sýna hvernig rýmið mun líta út. Aðsend mynd Soffía hefur alltaf verið mikill fagurkeri og er útskrifuð af blómaskreytingabraut hjá Garðyrkjuskóla Ríkisins, sem nú heitir Landbúnaðarháskólinn. Ég hef aldrei verið að bjóða aðstoð mína fram sem neitt annað en það sem ég er. Ég er ekki arkitekt eða innanhúshönnuður og hef aldrei unnið þannig vinnu. Ég myndi sem dæmi ekki fara í það að teikna upp eldhús eða innréttingar. En ég hjálpa fólki við að hanna og skapa persónulegt rými og finna sinn stíl. „Ég hef í rauninni alltaf verið í þessu að raða upp og breyta, alveg frá því að ég var lítil. Herbergið mitt var eins og hringekja. Ég sagði góða nótt við mömmu og pabba og svo þegar þau vöknuðu daginn eftir var ég búin að breyta öllu í herberginu mínu.“ Minnimáttarkennd gagnvart Instagram og Pinterest Oft hefur verið talað um að á Íslandi sé einstaklega mikil hjarðhegðun varðandi kaup á innbúi og innanhússhönnun en Soffía segir það í raun alls ekki vera neitt nýtt á nálinni. „Ég held að ástæðan fyrir því að það er mikið talað um hjarðhegðun í dag sé sú að við sjáum miklu meira inn á heimili núna en við gerðum áður. Ef við lítum aftur í tímann og skoðum til dæmis gamlar myndir, þá var þetta alveg eins hér áður fyrr. Það voru alveg sömu hlutir inn á heimilunum þá líkt og er nú. Þetta er allt bara miklu sýnilegra í dag. Svo búum við líka á litlu landi og þrátt fyrir að við séum með mikið af fallegum búðum þá er úrvalið kannski ekki svo fjölbreytt.“ Á samfélagsmiðlum er mikið um fagurskreytt og stíliseruð heimili og segir Soffía að það gæti vel verið að fólk geti fengið ákveðna minnimáttarkennd fyrir þessum Instagram og Pinterest heimilum. Ég ráðlegg fólki alltaf að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst fallegt og hugsa sjálft um hvað það er sem heillar það. Ef þú ert sem dæmi að fíla postulínsdúkkur þá skaltu bara hafa postulínsdúkkur heima hjá þér. En að sama skapi á fólk heldur ekki að hafa eitthvað samviskubit yfir því að kaupa það sem er í tísku, það er líka bara gott og blessað. „Það sem ég er að gera heima hjá mér höfðar alls ekki til allra en það er minn stíll og það sem mér finnst fallegt. Svo get ég verið að hjálpa fólki við að gera allt annað heima hjá þeim.“ Að lokum hvetur Soffía alla þá sem hafa áhuga á því að verða þátttakendur í þáttunum að senda tölvupóst á netfangið: skreytumhus@stod2.is.
Hús og heimili Skreytum hús Tengdar fréttir „Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa“ Sædís Ýr Jónasdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún segir að fólk ætti að hugsa meira áður en það verslar flíkur. Heimsfaraldurinn hefur flækt næstu skref fyrir Sædísi en hún ætlar að nýta tímann til þess að safna. 8. september 2020 15:00 Hettupeysa sem verður að mold eftir að notkun lýkur Breska tilraunafatamerkið Vollebak hefur framleitt sjálfbæra hettupeysu úr tröllatré (eucalyptus) en litunin á sjálfu efninu er unnin með granateplum. Hettupeysan er hönnuð með þann eiginleika að hún brotnar niður í náttúrunni og er því jarðgeranleg (compostable) eftir að notkun hennar líkur. 7. september 2020 20:00 Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. 2. september 2020 13:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa“ Sædís Ýr Jónasdóttir útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún segir að fólk ætti að hugsa meira áður en það verslar flíkur. Heimsfaraldurinn hefur flækt næstu skref fyrir Sædísi en hún ætlar að nýta tímann til þess að safna. 8. september 2020 15:00
Hettupeysa sem verður að mold eftir að notkun lýkur Breska tilraunafatamerkið Vollebak hefur framleitt sjálfbæra hettupeysu úr tröllatré (eucalyptus) en litunin á sjálfu efninu er unnin með granateplum. Hettupeysan er hönnuð með þann eiginleika að hún brotnar niður í náttúrunni og er því jarðgeranleg (compostable) eftir að notkun hennar líkur. 7. september 2020 20:00
Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. 2. september 2020 13:00