Gæsaveiðin er í fullum gangi Karl Lúðvíksson skrifar 29. september 2020 08:30 Gæsaveiðin hófst þann 20 ágúst Gæsaveiðin stendur nú sem hæst og það er ekki annað að heyra en að gæsaskyttur séu að veiða nokkuð vel. Það er mikið af gæs komin niður í vel flesta akra á suðurlandi og við erum líka að heyra að hún sé farin að koma niður í akrana við Melasveit. Það er sem fyrr mest að veiðast af grágæs en síðustu daga, í það minnsta af þeim svæðum sem við höfum staðfestar fréttir frá, hefur bráðin verið nokkuð jafnt bland af grágæs og heiðagæs en eins hefur eitthvað af helsingja verið að slæðast með. Þeir sem hafa aðgang að ökrum á suðurlandi hafa verið að gera það gott en einn hópurinn sem hefur þrjá stóra akra á leigu voru með rétt um 500 fugla í síðustu viku en þá var skotið sex morgna og yfirleitt fjórar skyttur í akrinum. Október hefur oft verið mjög drjúgur ef aðstæður eru góðar og það er vonandi að það verði þannig því það voru ekki allir að gera það gott fyrstu vikurnar í heiðagæsinni. Ábúandi á einu af vinsælasta gæsasvæði suðurlands sagði í samtali við Veiðivísi í gær að síminn hefði ekki stoppað hjá sér en það voru skyttur að reyna komast í góða akurveiði eftir rýrar ferðir á hálendið. Skotveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði
Gæsaveiðin stendur nú sem hæst og það er ekki annað að heyra en að gæsaskyttur séu að veiða nokkuð vel. Það er mikið af gæs komin niður í vel flesta akra á suðurlandi og við erum líka að heyra að hún sé farin að koma niður í akrana við Melasveit. Það er sem fyrr mest að veiðast af grágæs en síðustu daga, í það minnsta af þeim svæðum sem við höfum staðfestar fréttir frá, hefur bráðin verið nokkuð jafnt bland af grágæs og heiðagæs en eins hefur eitthvað af helsingja verið að slæðast með. Þeir sem hafa aðgang að ökrum á suðurlandi hafa verið að gera það gott en einn hópurinn sem hefur þrjá stóra akra á leigu voru með rétt um 500 fugla í síðustu viku en þá var skotið sex morgna og yfirleitt fjórar skyttur í akrinum. Október hefur oft verið mjög drjúgur ef aðstæður eru góðar og það er vonandi að það verði þannig því það voru ekki allir að gera það gott fyrstu vikurnar í heiðagæsinni. Ábúandi á einu af vinsælasta gæsasvæði suðurlands sagði í samtali við Veiðivísi í gær að síminn hefði ekki stoppað hjá sér en það voru skyttur að reyna komast í góða akurveiði eftir rýrar ferðir á hálendið.
Skotveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Umhverfisslys við Ytri Rangá Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Sumarhátíð Veiðihornsins stendur yfir um helgina Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði