KR tók á XY Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:07 Níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var stórveldið KR gegn vonarstjörnunum í XY. Lið KR var á heimavelli og völdu þeir kortið Inferno. Leikmenn XY sem byrjuðu á því að spila vörn (counter-terrorist) voru sannfærandi í upphafi leiks þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Strax í annari lotu þvinguðu þeir kaup, stálu lotunni og tóku næstu. Mulningsvélin í gang Eftir smá hikst í fyrstu lotunum komust KR-ingar í gang og fljótt voru þeir komnir á fleygi ferð. Lotu eftir lotu rifu þeir XY í sig. KR fundu opnur á vörn XY hvert sem þeir fóru og í þau skipti sem engar opnur voru bjuggu þeir þær til. Leikmenn XY áttu engin svör við beittum sóknar leik KR-inga þar sem ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) var sjóðandi heitur. XY náði einungis einni lotu eftir að mulningsvélin fór í gang. Staðan í hálfleik KR 12 - 3 XY. Þrátt fyrir dapurlegan fyrri hálf leik voru leikmenn XY ekki dauðir úr öllum æðum en. Sóknar (terrorist) leikurinn hjá XY leit mun betur út. Strax í fyrstu lotu í seinni hálfleik sýndi xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) sig í fyrsta skipti í leiknum. Hann náði 3 fellum í mikilvægri lotu. En leikmenn XY náðu tveimur lotum til viðbótar áður en KR-ingar slógu á hendurnar á þeim. Leikmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var þyrnir í síðu leikmanna XY allan leikinn og bar sérstaklega á honum í seinni hálfleik. Eftir að hafa hægt á XY var eftirleikurinn auðveldur fyrir KR-inga sem unnu leikinn á sannfærandi máta. Loka staðan KR 16 - 7 XY. KR Vodafone-deildin Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti
Níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var stórveldið KR gegn vonarstjörnunum í XY. Lið KR var á heimavelli og völdu þeir kortið Inferno. Leikmenn XY sem byrjuðu á því að spila vörn (counter-terrorist) voru sannfærandi í upphafi leiks þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Strax í annari lotu þvinguðu þeir kaup, stálu lotunni og tóku næstu. Mulningsvélin í gang Eftir smá hikst í fyrstu lotunum komust KR-ingar í gang og fljótt voru þeir komnir á fleygi ferð. Lotu eftir lotu rifu þeir XY í sig. KR fundu opnur á vörn XY hvert sem þeir fóru og í þau skipti sem engar opnur voru bjuggu þeir þær til. Leikmenn XY áttu engin svör við beittum sóknar leik KR-inga þar sem ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) var sjóðandi heitur. XY náði einungis einni lotu eftir að mulningsvélin fór í gang. Staðan í hálfleik KR 12 - 3 XY. Þrátt fyrir dapurlegan fyrri hálf leik voru leikmenn XY ekki dauðir úr öllum æðum en. Sóknar (terrorist) leikurinn hjá XY leit mun betur út. Strax í fyrstu lotu í seinni hálfleik sýndi xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) sig í fyrsta skipti í leiknum. Hann náði 3 fellum í mikilvægri lotu. En leikmenn XY náðu tveimur lotum til viðbótar áður en KR-ingar slógu á hendurnar á þeim. Leikmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var þyrnir í síðu leikmanna XY allan leikinn og bar sérstaklega á honum í seinni hálfleik. Eftir að hafa hægt á XY var eftirleikurinn auðveldur fyrir KR-inga sem unnu leikinn á sannfærandi máta. Loka staðan KR 16 - 7 XY.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti