Kominn tími á „aðgerðapakka fyrir fólkið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 09:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Sjá meira
Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58