Uppfært: Höskuldur kominn í leitirnar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 12:37 Hundurinn Höskuldur hvarf frá eiganda sínum á Geirsnefi um sexleytið í gær. Síðast sást til hans í Rofabæ. Úr einkasafni „Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
„Ég er búin að leita að honum í alla nótt. Ég fór heim og náði að leggja mig í klukkutíma og er búin að vera að leita í allan dag,“ segir Emma Lovísa Fjeldsted sem saknar rauðbrúna mini Pinscher hundarins Höskuldar . Emma Lovísa var með hundana sína tvo á Geirsnefi um sexleytið í gær þegar annar hundur kom hlaupandi að þeim geltandi. „Þetta var íslenskur hundur sem byrjaði að gelta og elta Höskuld, hundinn minn. Hann hleypur að þeim og eltir svo Höskuld út um allt svæðið. Eigandi íslenska hundsins náði ekki að stoppa hann af en svo kom önnur kona okkur til hjálpar og náði honum loksins. Þá var hundurinn minn greinilega orðinn mjög hræddur og heldur áfram að hlaupa og hleypur út veginn.“ Emma segist ekki hafa grunað að hundurinn hennar myndi hlaupa út af svæðinu því hann fari aldrei langt frá henni. Hún segist hafa tekið hinn hundinn sinn upp í bílinn og svo farið að leita eftir Höskuldi. „Þegar ég var búin að leita eftir honum árangurslaust þarna í kring í rúman klukkutíma ákvað ég að auglýsa eftir honum á Facebook. Ég fékk strax ábendingu um að sést hafi til hans hlaupa upp Ártúnsbrekkuna í umferðinni. Ég bý sjálf í Hraunbænum svo að ég hugsa að hann hafi bara ætlað að fara heim.“ Höskuldur minn hefur ekki enn fundist. Það var leitað alveg framm undir morgun án árangurs. Hann hvarf frá Geirsnefi...Posted by Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted on Wednesday, September 30, 2020 Einnig barst Emmu ábending um að sést hafi til Höskuldar í Rofabæ tæplega tveimur tímum eftir að hann hvarf. „Ég er búin að leita út um allt á þessu svæði og er mjög þakklát þeim sem hafa hjálpað til við leitina en ég er algjörlega í molum að vera ekki búin að finna hann.“ Emma biðlar til fólks á þessu svæði að hafa augun opin fyrir rauðbrúnum mini Pinscher. Fyrir þá sem hafa ábendingar um farir Höskuldar er bent á að hafa samband við Emmu í gegnum Facebooksíðu hennar eða í símanúmer: 851-8805. Uppfært klukkan 15:50 Höskuldur er kominn í leitirnar að sögn Emmu Lovísu þökk sé yndislegu fólki sem rakst á hann við Urriðastakk. „Þvílíka hetjan að hafa lifað þessa köldu nótt af var farin að ímynda mér og undirbúa mig undir það versta, en guð er góður takk allir fyrir hjálpina að finna hann með mér þvílík samheldni sem verður þegar eitthvað er að, vá er svo ótrúlega þakklát fyrir alla sem hjálpuðu mérá þessum erfiðan sólahring, á erfitt með að koma í orð yfir hversu þakklát og glöð ég er veit ekki hvar ég hefði verið án ykkar. Höskuldur er bara mjög góður miðað við bara þurfti bað og mat þegar heim var komið.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira