Þakklát fyrir að tennurnar séu heilar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. september 2020 15:30 Danshöfundurinn Chantelle Carey slasaðist í rafskútuslysi í miðbænum í vikunni. Aðsend mynd „Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“ Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
„Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur ef ég hefði verið með hjálm,“ segir Chantelle Carey danshöfundur í samtali við Vísi. Chantelle birti færslu á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún segir frá rafskútuslysi sem hún varð fyrir í fyrradag. So.... yesterday was fun... After a great opening weekend of the show... off I go to collect my car from the theatre. I...Posted by Chantelle Carey on Þriðjudagur, 29. september 2020 „Ég ætlaði að sækja bílinn minn í Þjóðleikhúsið og var á leiðinni frá Hlemmi á rafskútu þegar slysið gerist. Ég hef oft tekið rafskútu þessa leið svo að þetta var bara einhver óheppni í mér í þetta skiptið.“ Slysið segir Chantelle hafi atvikast þannig að þegar hún fór á rafskútunni yfir götu á Rauðarárstíg og upp á gangstétt þá hafi hjólið staðið á sér. „Gangstéttin þarna er svolítið ójöfn svo að þegar ég ætlaði upp á hana af götunni þá stóð hjólið á sér með þeim afleiðingum að ég skall beint með andlitið á stéttina.“ Chantelle segist í kjölfarið strax hafa farið upp á sjúkrahús þar sem hugað var að henni eftir slysið. Þetta hefði getað farið miklu verr en þetta hefði líklega farið betur fyrir mig ef ég hefði verið með hjálm. Chantelle segist prísa sig sæla að hafa ekki hlotið neinn skaða á tönnum sínum við höggið en hún marðist töluvert í andliti og fékk einnig vott af heilahristingi. „Þetta var mjög þungt högg og ég er bara þakklát fyrir að tennurnar séu heilar. Það verður eitthvað í það að ég fari aftur á rafskútu, svo mikið er víst,“ segir Chantelle. Hún bætir því við að gangstéttir á þessu svæði séu margar hverjar ójafnar og að fólk þurfi að gæta fyllstu varúðar ef ferðast á þar um á rafskútum. „Auðvitað var þetta óheppni hjá mér en ég held samt að gangstéttir á þessu svæði séu ekkert sérstaklega góðar fyrir svona faratæki. Ég mæli allavega með því að fólk fari varlega og noti hjálm. Hann hefði bjargað miklu í mínu tilviki.“
Rafhlaupahjól Reykjavík Leikhús Samgönguslys Tengdar fréttir Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28 Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 25. september 2020 07:28
Rihanna rispuð eftir rafskútuslys Stórsöngkonan Rihanna er blá og marin eftir að hafa lent í slysi á svokallaðri rafskútu. 7. september 2020 22:25
Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20