Leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin á Eir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 15:17 Starfsfólk Eirar ætlar að fara af stað með heimsóknarverkefni til að rjúfa einangrun þeirra fjögurra íbúa sem hafa smitast af kórónuveirunni. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03