Fótbolti

Gylfi fær United í heimsókn í jólavikunni | Fær Rúnar Alex tækifæri gegn City?

Sindri Sverrisson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson mun hafa í nógu að snúast í kringum jólin líkt og síðustu ár.
Gylfi Þór Sigurðsson mun hafa í nógu að snúast í kringum jólin líkt og síðustu ár. Getty/Sebastian Frej

Dregið var í 8-liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta og þar er að minnsta kosti einn stórleikur á dagskrá.

Átta liða úrslit deildabikarsins

Arsenal - Manchester City

Brentford - Newcastle

Everton - Manchester United

Stoke City - Tottenham

Manchester City, sem unnið hefur keppnina þrjú ár í röð, dróst gegn Arsenal á útivelli. Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið á varamannabekk Arsenal í síðustu leikjum liðsins, eftir að hafa komið til félagsins frá Dijon.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið alla þrjá leiki Everton í keppninni til þessa frá upphafi til enda. Everton dróst gegn Manchester United.

B-deildarlið Brentford er í fyrsta sinn í 8-liða úrslitum og fékk heimaleik gegn Newcastle. Tottenham sækir svo Stoke City heim.

Allir leikirnir fara fram í jólavikunni sem hefst 21. desember.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór lagði upp er Everton komst örugglega áfram

Everton vann öruggan 4-1 sigur á West Ham United og er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins. Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið, spilaði allan leikinn og lagði upp fjórða mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×