Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 11:30 Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir verða væntanlega í eldlínunni á morgun. VÍSIR/DANÍEL „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
„Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira