Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2020 11:30 Elísabet Gunnars í Konur Eru Konum Bestar bolnum fyrir árið 2020. Bolurinn er seldur fyrir gott málefni tengt konum á hverju ári. Aldís Pálsdóttir „Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet. Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet.
Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein