Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 10:14 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar í fyrra. Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05